Festi hf: Uppfærð afkomuspá í aðdraganda árshlutauppgjörs 3F 2021Samkvæmt fyrirliggjandi uppgjöri fyrir júlí, ágúst og spá fyrir september þá gekk rekstur þriðja ársfjórðungs hjá öllum félögum samstæðunnar umfram áætlanir. Í ljósi þessa ásamt uppfærðri spá stjórnenda fyrir árið 2021 þá er EBITDA spá félagsins hækkuð um 600 millj. kr. úr 8.800 – 9.200 millj. kr. í 9.400 - 9.800 millj. kr. Söluhagnaður af fasteignum sem tilkynnt var um 30. júní 2021 er ekki tekin með í afkomuspá ársins þar sem fyrirvörum um viðskiptin hefur ekki verið aflétt. Árshlutareikningur 3. ársfjórðungs 2021 verður birtur 28. október næstkomandi og verður kynningarfundur fyrir markaðsaðila og hluthafa haldinn á Dalvegi 10-14 á 3ju hæð föstudaginn 29. október 2021 kl. 8:30. Nánari upplýsingar veitir Eggert Kristófersson, forstjóri, (eggert@festi.is) og Magnús Kr. Ingason, fjármálastjóri, (mki@festi.is).
|