Published: 2016-09-05 14:00:27 CEST
Reginn hf.
Fyrirtækjafréttir

Reginn hf. - Staða og framvinda Hafnartorgs

Um mitt ár 2014 tilkynnti Reginn um undirritun kaupsamnings vegna hluta Hörpureita 1 og 2 við
Austurbakka 2 í Reykjavík (Hafnartorg) vegna 8.000 m2 útleigurýmis staðsett á 1. og 2.
hæð bygginganna. Um er að ræða áhugavert svæði sem mun styrkja og efla miðbæ Reykjavíkur
sem verslunar- og þjónustusvæði. Markmið kaupanna er m.a. að tengja starfsemi, rekstur og
markaðsstarf Smáralindar við þennan nýja miðbæjarkjarna.
Frá þeim tíma hefur framkvæmdaraðili verkefnisins, Reykjavík Development ehf., sem
nú er í eigu ÞG Verktaka ehf., unnið að hönnun og uppbyggingu þess. Síðustu mánuði hefur aukinn kraftur færst í verkið með nýjum eignaraðila.
Tilkynnt var um undirritun leigusamnings Regins  við H&M þann 8. júlí sl. og verður sú verslun ankeri í þessum sterka miðbæjarkjarna. Verslun H&M mun taka um þriðjung verslanafermetra sem eru í einingunni. Nú er verkefnið komið á þann stað að umfang, tímasetningar og fjárhagslegar forsendur eru betur kunnar og því er þessi tilkynning sett fram til að upplýsa markaðsaðila um stöðu verkefnisins. Nú þegar leigusamningur um rúmlega þriðjung rýmis liggur fyrir hefur félagið endurskoðað áætlanir sínar um heildarfjárfestingu í Hafnartorgi. Fjárfestingaráætlun hljóðar upp á 5.600 m.kr. eða um 620 þ.kr./ m2 sem felur í sér kaupverð, fjármagnskostnað, umsjón, hönnun, og aðlögun leigurýma.Innifalið í þeirri fjárfestingu er stækkun á eignarhluta Regins úr 8.000 m2 í tæplega 9.000 m2 með samsvarandi fjölgun tekjugefandi rýma.
Reginn vísar til fyrri fréttatilkynninga varðandi kaup og aðrar upplýsingar um verkefnið. Nú þegar
hafa verið settar tæplega 700 m.kr. í verkefnið en meginþungi frekari fjárfestinga mun falla til um mitt ár  2017 og fyrripart 2018. Fjármögnun verkefnisins er tryggð nú þegar.
Félagið gerir ráð fyrir að áhrifa muni í fyrsta lagi fara að gæta á tekjur / EBITDA félagsins á
seinasta ársfjórðungi 2018 þegar rými Regins verða komin í fulla notkun. Áætlað er að áhrif á
EBITDA félagsins verði um 400 - 460 m.kr. til hækkunar á ársgrundvelli.
Í viðskiptaáætlun verkefnisins er gert ráð fyrir að leigutekjur á verslunarrýmum verði á bilinu 4.000 til 9.500 kr./m2
allt eftir eðli, staðsetningu og umfangi leigurýma.
 

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson

Forstjóri Regins hf.

S: 512 8900 / 899 6262