Published: 2025-06-05 22:00:00 CEST
Garðabær - Other information disclosed according to the rules of the Exchange

Bæjarstjórn samþykkir niðurstöðu úr skuldabréfaútboði Garðabæjar

Garðabær hefur lokið útboði í skuldabréfaflokknum GARD 11 1.

Heildartilboð í GARD 11 1 voru samtals 2.385 m.kr. að nafnverði. Ákveðið var að taka tilboðum, samtals að nafnverði 1.370 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 3,90%. Útistandandi fyrir útboð voru 3.000 m.kr. að nafnverði. Heildarstærð flokksins er nú 4.370 m.kr. að nafnverði.

Uppgjör viðskipta fer fram miðvikudaginn 11. júní 2025.

Bæjarstjórn hefur staðfest niðurstöðu útboðsins.