Published: 2017-10-02 14:14:17 CEST
Lykill fjármögnun hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Lýsing hf: Skuldabréfaútboð 5. október 2017

Lýsing hf. efnir til útboðs á skuldabréfum fimmtudaginn þann 5. október næstkomandi. Boðin verða til sölu skuldabréf í flokkunum LYSING 16 og 1 LYSING 17 1. Báðir flokkar eru tryggðir með veði í útlánum og fjármögnunarsamningum Lýsingar og hafa báðir verið teknir til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.

LYSING 16 1 er óverðtryggður flokkur sem ber fljótandi vexti (1M REIBOR + 1,10%) og greiðir jafnar mánaðarlegar greiðslur. Lokagjalddagi flokksins er 16. október 2023. Áður útgefin skuldabréf í flokknum eru að nafnverði 3.020.000.000 kr. LYSING 16 1 verður boðinn út á föstu verði, 100,00 (pari), sem jafngildir 5,85% ávöxtunarkröfu miðað við núverandi eins mánaða REIBOR sem er 4,60%.

LYSING 17 1 er verðtryggður tæplega 7 ára flokkur sem ber fasta 3,95% vexti og greiðir jafnar árlegar greiðslur. Lokagjalddagi flokksins er 15. maí 2024. Áður útgefin skuldabréf í flokknum eru að nafnverði 3.460.000.000 kr. LYSING 17 1 verður boðinn út á fastri ávöxtunarkröfu 3,85% sem samsvarar hreina verðinu 100,32.

Markaðsviðskipti Arctica Finance hf. hefur umsjón með útboðinu. Skuldabréfin eru gefin út í 10 m.kr. einingum og verða skráð í Kauphöll. Félagið áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum.

Útboðið er lokað og undanþegið gerð lýsingar, sbr. 1. mgr., 1. tl. a og b, 50. greinar laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Grunnlýsing, endanlegir skilmálar og önnur skjöl er varða útgáfu framangreinds flokks skuldaskjala eru birt á vefsíðu félagsins, www.lysing.is/lysing/starfsemin/fjarfestatengsl/

Nánari upplýsingar veita:

Daði Kristjánsson, markaðsviðskiptum Arctica Finance hf., dadi@arctica.is, s: 840 4145
Arnar Geir Sæmundsson, markaðsviðskiptum Arctica Finance hf., arnar@arctica.is, s: 896 6566

Sighvatur Sigfússon, fjármálastjóri Lýsingar hf., sighvatur@lysing.is, s: 540 1700