Published: 2021-06-23 17:39:25 CEST
Skeljungur hf.
Innherjaupplýsingar

Skeljungur hf.: Stjórn Skeljungs hf. hefur tekið ákvörðun um að meta framtíðarkosti eignarhalds á fasteignum félagsins

Stjórn Skeljungs hf. hefur tekið ákvörðun um að meta framtíðarkosti eignarhalds á fasteignum félagsins og verður sérstaklega horft til fasteigna á höfuðborgarsvæðinu.

Í því felst að skoða mögulega sölu á fasteignum Skeljungs, í heild eða að hluta, í því skyni að hámarka verðmæti þeirra, en matið getur jafnframt leitt til óbreytts eignarhalds.

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. er ráðgjafi Skeljungs.

Þá hefur stjórn Skeljungs hf. heimilað forstjóra að ganga til samninga við Reykjavíkurborg, um mögulega þróun og breytingar á ákveðnum lóðum félagsins. Sá samningur felur ekki í sér skuldbindingu um annað en að leggja tillögur að breyttri nýtingu lóðanna fyrir Reykjavíkurborg. Endanlegt samþykki fyrir breytingum mun því liggja fyrir við síðara tímamark.

Gera má ráð fyrir frekari upplýsingum á næstu mánuðum.

Nánari upplýsingar veitir Árni Pétur Jónsson, forstjóri, fjarfestar@skeljungur.is

www.skeljungur.is

https://www.linkedin.com/company/skeljungur-hf/