Icelandic
Birt: 2021-10-27 13:31:12 CEST
Reitir fasteignafélag hf.
Innherjaupplýsingar

REITIR: Drög að uppgjöri þriðja ársfjórðungs. Rekstrarhagnaður umfram væntingar 

Drög að uppgjöri Reita fasteignafélags fyrir fyrstu níu mánuði ársins liggja nú fyrir og samkvæmt þeim er rekstrarhagnaður þriðja ársfjórðungs umfram áætlanir félagsins og fyrirliggjandi spár greiningaraðila.  

Helstu efnisatriði uppgjörsins eru eftirfarandi. Fjárhæðir hafa verið námundaðar: 

Leigutekjur3.105 m.kr.
Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna- 880 m.kr.
Hreinar leigutekjur        2.225 m.kr.
Stjórnunarkostnaður- 160 m.kr.
Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu 2.065 m.kr.
  
Hrein fjármagnsgjöld    - 1.435 m.kr.


Helsta ástæða bætts rekstrarhagnaðar er afkoma af hóteleignum félagsins á þriðja ársfjórðungi. Sterkur ferðamannastraumur á síðari hluta sumarsins skilaði meiri tekjum en félagið hafði gert ráð fyrir.  

Framangreindar upplýsingar byggja á drögum að uppgjöri. Afkoma félagsins á fjórðungnum getur orðið frábrugðin því sem hér fram kemur. Uppgjör fyrstu níu mánaða ársins 2021 verður birt 15. nóvember næstkomandi. Frekari upplýsingar verða veittar þá ásamt því sem félagið uppfærir afkomuspá sína. 

Frekari upplýsingar og fyrirspurnir:
Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri í síma 669 4416 og á netfangi einar@reitir.is.