Icelandic
Birt: 2023-12-06 18:10:00 CET
Arion banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Leiðrétting: Arion banki hf.: Niðurstaða útboðs almennra skuldabréfa. Frétt birt: 2023-12-06 16:55

Í fyrri tilkynningu var ranglega vísað í skuldabréfaflokkinn. Sjá leiðrétta tilkynningu hér að neðan

Arion banki hf. lauk í dag útboði á almennum skuldabréfaflokki ARION 28 1512 fyrir samtals 8.740 m.kr.

Seldir voru 8.740m.kr. á ávöxtunarkröfunni 4,40% í flokknum ARION 28 1512 sem er verðtryggt vaxtagreiðslubréf með vaxtagreiðslum tvisvar á ári. Lokagjalddagi er 15. desember 2028.

Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 15. desember 2023.

Umsjónaraðili útboðsins er Markaðsviðskipti Arion banka.


Arion banki hf. Niurstaa utbos almennra skuldabrefa. Frett birt 2023-12-06 1655.pdf