Reykjavíkurborg - Útboð RVK 44 1Reykjavíkurborg hefur ákveðið, í samræmi við útgáfuáætlun 2024, að efna til útboðs á skuldabréfaflokkunum RVK 44 1 miðvikudaginn 13. nóvember nk. Heimild til lántöku á árinu 2024 er 16.500 m.kr. og þetta er sjöunda útboð ársins. RVK 44 1 ber fasta 3,75% verðtryggða vexti og greiðir jafnar greiðslur á sex mánaða fresti með lokagjalddaga 21. maí 2044. Heildarstærð RVK 44 1 fyrir þetta útboð nemur alls 4.130 m.kr. að nafnvirði. Gert er ráð fyrir að viðskiptavakt með flokkinn hefjist við fyrsta útboð eftir að nafnverð útgáfu nemur 6.000 m.kr. Útboðið verður með hollenskri aðferð, þar sem öll skuldabréf verða seld á hæstu ávöxtunarkröfu sem tekið verður. Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er að hluta eða í heild eða hafna öllum. Niðurstöður útboðsins verða birtar opinberlega eigi síðar en næsta virka dag eftir útboð. Áætlaður uppgjörsdagur er þriðjudagurinn 19. nóvember nk. Reykjavíkurborg hefur boðið viðskiptavökum, sem eru Arion banki, Íslandsbanki, Kvika banki og Landsbanki, að hafa umsjón með útboðinu og taka á móti tilboðum í útboðinu. Tilboðum skal skilað inn á netfangið fjarstyring@reykjavik.is fyrir kl. 16:00 á útboðsdegi. Nánari upplýsingar veitir: Bjarki Rafn Eiríksson Skrifstofa fjárstýringar og innheimtu Netfang: Bjarki.Rafn.Eiriksson@reykjavik.is
|