English Icelandic
Birt: 2023-01-18 18:06:12 CET
Eimskipafélag Íslands hf.
Innherjaupplýsingar

Eimskip: Upplýsingar varðandi afkomu fjórða ársfjórðungs

Samkvæmt stjórnendauppgjöri fyrir fjórða ársfjórðung sem nú liggur fyrir er áætlað að EBITDA á fjórða ársfjórðungi 2022 verði á bilinu 37,2 – 38,7 milljónir evra samanborið við 31,5 milljónir evra á sama ársfjórðungi 2021. Þá er áætlað að EBIT fjórðungsins verði á bilinu 20,9 – 22,9 milljónir evra samanborið við 17,5 milljónir evra á fjórða ársfjórðungi 2021.

Þrátt fyrir hefðbundin árstíðaráhrif, var afkoma af alþjóðlegri starfsemi félagsins góð og nýting í siglingarkerfi félagsins var góð á fjórðungnum.

Eimskip vinnur enn að uppgjöri fyrir fjórða ársfjórðung 2022 og geta niðurstöður tekið breytingum í uppgjörsferlinu.

Eimskip birtir uppgjör fyrir fjórða ársfjórðungs eftir lokun markaða þriðjudag 14. febrúar 2023.

Nánari upplýsingar veitir María Björk Einarsdóttir, Fjármálastjóri í síma 774-0604 eða á investors@eimskip.is.