Published: 2016-08-15 11:17:47 CEST
TM hf.
Breyting á stjórn/framkvæmdastjórn/endurskoðendum

Framkvæmdastjóri einstaklingsráðgjafar og markaðsmála segir starfi sínu lausu.

Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingsráðgjafar og markaðsmála hjá TM, hefur sagt starfi sínu lausu hjá félaginu.  Hún mun láta af störfum innan næstu sex mánaða.  Ragnheiður hefur starfað hjá TM frá árinu 2006; fyrst sem forstöðumaður einstaklingsþjónustu en frá 2007 sem framkvæmdastjóri vátrygginga- og fjármálaþjónustu og frá árinu 2008 sem framkvæmdastjóri einstaklingsráðgjafar og samskipta.