Published: 2020-07-10 13:40:49 CEST
Lykill fjármögnun hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

LYKILL: Stækkun á skuldabréfaflokknum LYKILL 21 04

Í dag 10. júlí 2020 lauk Lykill fjármögnun hf. stækkun á skuldabréfaflokknum LYKILL 21 04. Skuldabréfaflokkurinn er óverðtryggður, ber 3,10% fasta ársvexti og er með lokagjalddaga þann 28. apríl 2021.

Seld voru skuldabréf að nafnverði 1.000 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 2,00% í lokuðu útboði. Heildarstærð flokksins eftir stækkun verður að nafnverði 2.000 m.kr.

Stefnt er að uppgjöri viðskiptanna þann 16. júlí 2020 og óskað verður eftir töku skuldabréfanna til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland sama dag.

Arion banki hafði umsjón með sölu skuldabréfanna, útgáfu þeirra og töku til viðskipta.

Nánari upplýsingar veita:

Aníta Rut Hilmarsdóttir, Markaðsviðskiptum Arion banka hf., anita.rut.hilmarsdottir@arionbanki.is; s: 444 7773
Arnar Geir Sæmundsson, Fjárfestingasvið TM hf. arnargs@tm.is, s: 515 2000