Published: 2017-05-24 15:39:05 CEST
Kvika banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Kvika banki hf.: Kvika stækkar útgáfu víkjandi skuldabréfs í flokknum KVB 15 01

Fréttatilkynning
24. maí 2017

Kvika stækkar útgáfu víkjandi skuldabréfs í flokknum KVB 15 01  

Kvika hefur stækkað útgáfu á víkjandi skuldabréfi í flokknum KVB 15 01 um 450 milljónir króna að nafnvirði og er stærð flokksins 1.000 milljónir eftir stækkun.

Skuldabréfin bera 5,50% árlega verðtryggða vexti til og með 25. ágúst 2020 en 7,50% árlega verðtryggða vexti næstu fimm ár þar á eftir eða til gjalddaga 25. ágúst 2025. Skuldabréfin eru innkallanleg af útgefanda á hverjum vaxtagjalddaga frá og með 25. ágúst 2020. Lokagjalddagi er 25. ágúst 2025.

Heildarheimild til útgáfu í KVB 15 01 var hækkuð upp í 1.000 milljónir að nafnvirði á fundi eigenda skuldabréfanna þann 19. maí síðastliðinn og hefur heimild til útgáfu nú verið nýtt að fullu.

Stefnt er að því að framangreind stækkun á skuldabréfaflokknum KVB 15 01 verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. fyrir 24. júní 2017.

Nánari upplýsingar veitir Magnús Ingi Einarsson, staðgengill forstjóra Kviku í síma 540 3200.

---

Kvika banki hf.
Kvika er eini sjálfstæði og sérhæfði fjárfestingabanki landsins. Bankinn sinnir þörfum viðskiptavina á afmörkuðum syllum með fagþekkingu og sérhæfðu vöruframboði. Burðarás Kviku er öflug eignastýring og veitir bankinn viðskiptavinum sínum alhliða fjármálaþjónustu.

Hjá Kviku starfar samhentur hópur 83 sérfræðinga sem nær árangri í krafti menntunar, markaðsþekkingar og víðtækrar reynslu. Eignarhald Kviku er gagnsætt og er hann eini bankinn sem er að fullu í eigu einkaaðila s.s. lífeyrissjóða, fyrirtækja og einstaklinga. Nánar á: www.kvika.is.