Published: 2019-08-07 16:29:48 CEST
TM hf.
Innherjaupplýsingar

Tryggingamiðstöðin - Afkomuviðvörun

Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fyrir 2. ársfjórðung 2019 hefur komið í ljós að hagnaður félagsins á fjórðungnum var umtalsvert betri en gert var ráð fyrir í rekstrarspá félagsins. Hagnaður á 2. ársfjórðungi var um 1.442 m.kr. fyrir skatta í stað 842 m.kr. eins og getur í rekstrarspánni. Kemur þessi breyting einkum til vegna hækkana á verðbréfaeign félagsins.

Uppfærð rekstrarspá fyrir næstu fjóra ársfjórðunga verður birt samhliða birtingu uppgjörs 2. ársfjórðungs 22. ágúst nk.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.