Published: 2019-08-29 16:06:35 CEST
Lykill fjármögnun hf.
Half Year financial report

Lykill fjármögnun hf.: Árshlutareikningur samstæðu 01.01.-30.06.2019

Afkoma Lykils fjármögnunar hf. fyrri hluta árs 2019

Stjórn Lykils fjármögnunar hf. samþykkti árshlutareikning fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2019 þann 29. ágúst 2019.

Helstu lykiltölur árshlutareikningsins eru:

Heildar tekjur voru 1.183 m.kr. og hækkuðu um 17% frá sama tímabili á árinu 2018.

Vaxtatekjur á tímabilinu hækkuðu um 396 m.kr. frá sama tímabili í fyrra í samræmi við hækkun á vaxtaberandi eignum. Vaxtagjöld jukust um 274 m.kr. vegna aukinnar verðbréfa- og víxlaútgáfu auk þess sem erlend lántaka var greidd niður í samræmi við ákvæði lánssamnings. Hreinar vaxtatekjur hækkuðu því um 122 m.kr.

Rekstrarkostnaður var 644 m.kr. og hækkar um 7% frá sama tímabili í fyrra sem skýrist einkum af auknum umsvifum.

Hagnaður tímabilsins fyrir tekjuskatt var 254 m.kr.

Arðsemi eigin fjár var 4,2% á ársgrundvelli.

Heildareignir í lok tímabilsins voru 40.186 m.kr. og jukust um 2.292 m.kr. frá 31.12.2018, eða 6%. Aukningin nam 7.408 m.kr. frá sama tíma 2018, eða 23%.

Eigið fé í lok tímabilsins var 11.688 m.kr.

Reiknað eiginfjárhlutfall (CAD) er 29,2%.

Afkoma félagsins var í samræmi við áætlanir.

Frekari upplýsingar um félagið má finna á eftirfarandi slóð:

https://www.lykill.is/starfsemi/fjarfestatengsl/

Attachment


Arshlutareikningur samstu 06.19_undirritaur.pdf