Published: 2017-05-30 19:56:13 CEST
Reginn hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Reginn undirritar kaupsamning um kaup á fasteignafélaginu FM-hús ehf.

Í tilkynningu Regins þann 17. nóvember 2016 kom fram að undirritað hefði verið samkomulag um kaup Regins á hlutafé í FM-húsum.

Í dag var undirritaður kaupsamningur milli Regins og eigenda FM-húsa á grunni ofangreinds samkomulags með ákveðnum breytingum frá fyrra samkomulagi. Reginn kaupir 55% af hlutafé félagsins í stað 47% áður og meðeigendur í félaginu verða þeir hluthafar sem nú selja af eignarhlut sínum. Undirritun kaupsamnings er gerð í kjölfar áreiðanleikakönnunar, sem nú er lokið. Samhliða því var heildarvirði (EV) eignasafns félagsins lækkað um 190 m.kr. og er nú 3.560 m.kr. Arðsemi viðskiptanna er rúmlega 7%. Kaupsamningurinn er enn háður fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins o.fl.

Eftir viðskiptin verða hluthafar FM-húsa, auk Regins, Benedikt Rúnar Steingrímsson (22,5%), Magnús Jóhannsson (18,4%) og Særún Garðarsdóttir (4,1%). Áætlað er að uppgjör og afhending vegna viðskiptanna fari fram á þriðja ársfjórðungi 2017 og gert ráð fyrir að áhrif kaupanna verði kynnt samhliða því.

Ráðgjafi Regins í viðskiptunum var Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans.

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is - S: 512 8900 / 899 6262