Published: 2017-06-28 18:59:45 CEST
Reginn hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Fallið frá kaupum Regins hf. á fasteignafélaginu U6 ehf.

Þann 21. desember 2016 var tilkynnt um að undirritun kauptilboðs á milli Regins hf. og eigenda fasteignafélagsins U6 ehf., um kaup Regins á öllu hlutafé í félaginu. Fram kom að kauptilboðið væri m.a. með fyrirvörum um áreiðanleikakannanir.

Eftir að endanlegar niðurstöður áreiðanleikakannana lágu fyrir hafa átt sér stað viðræður milli aðila. Hefur sú niðurstaða nú orðið að Reginn hf. hefur ákveðið að falla frá kaupunum.

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson

Forstjóri Regins hf.

S: 512 8900 / 899 6262