Published: 2017-10-25 10:59:42 CEST
Kvika banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Kvika banki hf.: Kvika banki hf. gefur út skuldabréf til þriggja ára

Kvika hefur lokið sölu í nýjum flokki skuldabréfa með auðkennið KVB 17 02. Gefin eru út skuldabréf að nafnvirði 1.030 milljónir króna, en heildartilboð í útboðinu námu 1.690 milljónum króna. Skuldabréfin eru til þriggja ára og bera fljótandi REIBOR vexti til eins mánaðar með 1,25% vaxtaálagi. Skuldabréfin verða skráð á aðalmarkað Nasdaq Iceland.

Nánari upplýsingar veita Marínó Örn Tryggvason, aðstoðarforstjóri og Halldór Karl Högnason, forstöðumaður fjárstýringar í síma 540-3200.