Icelandic
Birt: 2024-01-11 17:15:16 CET
Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.
Árshlutareikningur (Q1 og Q3)

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Áframhaldandi góður vöxtur hjá Ölgerðinni

Árshlutareikningur samstæðu Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. fyrir tímabilið 1. mars 2023 – 30. nóvember 2023 var samþykktur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi 11. janúar 2024.

Helstu niðurstöður árshlutareiknings fyrir þriðja ársfjórðung 2023 (Q3 2023) eru:

  • EBITDA nam 1.390 millj. kr. samanborið við 1.168 millj. kr. á Q3 2022, sem jafngildir 19% hækkun milli ára.
  • Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar var 14% meiri á þriðja ársfjórðungi 2023 en á sama tímabili 2022.
  • Hagnaður fyrir skatta var 876 millj. kr. á Q3 2023 og jókst um 25% miðað við Q3 2022
  • Eigið fé í lok Q3 2023 nam 14,6 ma. kr. og var eiginfjárhlutfall 47,2% samanborið við 39,3% við lok síðasta fjárhagsárs.
  • Nettó vaxtaberandi skuldir ásamt leiguskuldbindingu voru 6,3 ma. kr. í lok Q3 2023 og lækkuðu um 1.045 millj. kr. á tímabilinu þrátt fyrir yfirtöku skulda Iceland Spring sem voru 584 millj. kr. í lok tímabilsins.
  • Afkomuspá stjórnenda fyrir samstæðu Ölgerðarinnar fyrir fjárhagsárið 1. mars 2023 – 29. febrúar 2024 er 5.300 – 5.500 millj. kr.  Fyrri spá var á bilinu 5.200 – 5.500 mkr

Lykiltölur Q3 2023 (mkr.)

Rekstrarreikningur Samst.Q3 2023Q3 2022Breyt.% Breyt
Vörusala11.2179.8591.35814%
Áfengis- og skilagjald2.7902.6221696%
Vörunotkun4.5153.82668818%
Annar framleiðslukostnaður1711442819%
Framlegð3.7403.26747314%
Aðrar tekjur179776%
Laun og launatengd gjöld1.2111.130817%
Sölu- og markaðskostnaður61346614731%
Annar kostnaður543513306%
EBITDA1.3901.16822219%
Afskriftir2612194219%
EBIT1.12894918019%
Fjármagnsliðir og áhrif hlutdeildarfélaga25224841%
Hagnaður fyrir skatta87670017625%
Tekjuskattur1481262217%
Hagnaður e skatta72857415427%


Á þriðja ársfjórðungi fjárhagsársins jókst velta félagsins um 1,4 ma. kr.  Um 36% af þeim vexti kemur frá Iceland Spring sem er nú hluti samstæðu Ölgerðarinnar en var það ekki á sama tíma í fyrra.  Að öðru leyti kemur vöxturinn að mestu frá sölu á bjór auk þess sem góður vöxtur var í sölu gosdrykkja og virknidrykkja.

Efnahagsreikningur30.11.202328.2.2023Breyt.% Breyt
Eignir30.99625.6765.32021%
Eigið fé14.62210.0814.54145%
Eiginfjárhlutfall47,2%39,3%7,9 
     
Vaxtaberandi skuldir og leigusk.7.4508.496-1.045-12%
Handbært fé1.1481.172-24-2%
Nettó vaxtaberandi skuldir og leigusk.6.3037.324-1.021-14%
EBITDA sl. 12 mán5.3654.56080518%
NIDB/EBITDA sl. 12 mán1,21,6-0,4 


Nettó vaxtaberandi skuldir, að viðbættri 123 millj. kr. húsaleiguskuldbindingu voru 6,3 ma. kr. í lok ársfjórðungsins.  Það er lækkun um 1.021 millj. kr. frá lokum síðasta fjárhagsárs þrátt fyrir að skuldir Iceland Spring að fjárhæð 584 millj. kr. bættust við nettó á tímabilinu.

Meðalvextir skulda samstæðunnar í íslenskum krónum voru 11,1% þann 30. nóvember 2023. 

Neikvæð gengisáhrif voru 86 millj. kr. á Q3 2023 sem komu til vegna veikingar krónunnar á móti þeim myntum sem viðskiptaskuldir samstæðunnar eru í. Gengisáhrifin eru færð meðal fjármagnsliða.

Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum á tímabilinu var í takt  við áætlanir. Meðal fjárfestinga á tímabilinu voru kaup á fyrstu sjálfvirkum lyfturunum í vöruhúsið sem áætlað er að fari í notkun á yfirstandandi ársfjórðungi. Stjórnendur telja ekki ástæðu til að endurskoða fjárfestingaáætlun fyrir fjárhagsárið sem er 1.235 millj. kr.

Lykiltölur 9 mán 2023 (mkr.)

EBITDA eykst um 22%

Velta samstæðunnar jókst um 5,5 ma. kr. eða 19% á fyrstu 9 mánuðum fjárhagsársins.  Um 30% af veltuaukningu má rekja til þess að nú er Iceland Spring hluti af samstæðu Ölgerðarinnar.  Meirihluti aukningar kemur til vegna meiri drykkjarvörusölu en magnaukningin í lítrum innanlands er ríflega 7%. Aukning í sölu fjölda dósa er rúmlega  11%.  Það er því ljóst að áframhaldandi þróun á markaði er í átt að minni skammtastærðum. 

EBITDA á fyrstu 9 mánuðum fjárhagsársins var tæpir 4,5 ma. kr. sem er aukning um 22% m.v. sama tíma í fyrra. 

Vörusala Iceland Spring hefur 1,6 ma. kr. áhrif á tekjur samstæðunnar á tímabilinu. EBITDA áhrifin voru 244 millj. kr.

Hagnaður eftir skatta var 2.881 millj. kr. sem er 45% aukning frá sama tíma í fyrra.  Þess ber að geta að á fyrsta ársfjórðungi var innleystur einskiptishagnaður vegna hækkunar eignarhlutar í Iceland Spring.  Ölgerðin eignaðist 51% í Iceland Spring sem áður var 40% hlutdeildarfélag. 40% hluturinn var bókaður á 737 millj. kr. í lok síðasta fjárhagsárs. Við hækkun eignarhlutarins var eldri hlutur færður til gangvirðis sem miðast við verð Iceland Spring í viðskiptunum. Við það myndast 368 millj. kr. hlutdeildartekjur í rekstri fyrsta ársfjórðungs. Án þessa einskiptisliðar væri hagnaðaraukning 27%

Laun- og launatengd gjöld hækkuðu um 12,4% á tímabilinu einkum vegna aukinna umsvifa og viðbótar launakostnaðar Iceland Spring.  Hlutfall launakostnaðar af veltu er nú 10,2% en var á sama tímabili í fyrra 10,7%.  Hlutfall rekstrargjalda er 10,4% en var 10,2% á sama tímabili í fyrra. 

Uppfærð afkomuspá stjórnenda gerir ráð fyrir að EBITDA  fjárhagsársins 1. mars 2023 – 29. febrúar 2024 verði á bilinu 5.300 - 5.500 millj. kr. en áður útgefin spá gerði ráð fyrir 5.200 - 5.500 millj. kr. 

Það sem af er 4. ársfjórðungi er áfram góður tekjuvöxtur, eða um 10%. Sala á bjór og virknidrykkjum er í sérstaklega góðum vexti. 

Áhrif Iceland Spring9 mán 2023
Vörusala1.646
Áfengis- og skilagjald 
Vörunotkun1.146
Annar framleiðslukostnaður 
Framlegð500
Aðrar tekjur 
Laun og launatengd gjöld69
Sölu- og markaðskostnaður107
Annar kostnaður80
EBITDA244
Afskriftir35
EBIT209
Fjármagnsliðir og áhrif hlutdeildarfélaga84
Hagnaður fyrir skatta125
Tekjuskattur 
Hagnaður e skatta125


Rekstrarreikningur Samst.9 mán 20239 mán 2022Breyt.% Breyt
Vörusala35.05229.5315.52119%
Áfengis- og skilagjald9.0137.9741.03913%
Vörunotkun13.88911.1242.76525%
Annar framleiðslukostnaður490590-100-17%
Framlegð11.6619.8441.81718%
Aðrar tekjur40261456%
Laun og launatengd gjöld3.5643.17139312%
Sölu- og markaðskostnaður1.9461.51642928%
Annar kostnaður1.7121.50820414%
EBITDA4.4793.67480522%
Afskriftir76364511818%
EBIT3.7173.03068723%
Fjármagnsliðir og áhrif hlutdeildarfélaga247570-323-57%
Hagnaður fyrir skatta3.4702.460101041%
Tekjuskattur58847811123%
Hagnaður e skatta2.8811.98289945%


Reksturinn fram undan

Undirbúningur á útflutningi á Collab drykknum heldur áfram. Tilraunasala hófst í Noregi og þar sem drykkurinn hefur verið kynntur hafa viðtökur verið góðar og erlendir söluaðilar virðast hafa trú á vörunni. Ljóst er hins vegar samkvæmt reynslu að það tekur tíma og þolinmæði að koma nýrri vöru á markað og því er horft til langtímasjónarmiða á þessum vettvangi.  Til einföldunar hefur sérstakt dótturfélag, Collab ehf., verið stofnað um útflutning vörunnar, en það félag kaupir vöruna fullunna af Ölgerðinni til endursölu á erlendum mörkuðum.   Á næsta fjárhagsári er reiknað með því að fjárfesting í markaðssetningu á nýjum mörkuðum erlendis verði ekki undir 200 milljónum króna, en sá kostnaður verður endurmetinn eftir því hvernig tekst til í markaðssetningu.  

Þá verða þær breytingar að vörumerkið Red Bull, sem Ölgerðin hefur verið dreifingaraðili fyrir á Íslandi, verður ekki hluti vörumerkja fyrirtækisins, þar sem þeim samningi hefur verið sagt upp með sex mánaða fyrirvara. Áætluð neikvæð áhrif á rekstrarhagnað fyrir afskriftir á næsta fjárhagsári eru 80 mkr.

“Rekstur Ölgerðarinnar gekk vel á tímabilinu og það er afar ánægjulegt að sjá áframhaldandi vöxt í sölu virknidrykkja, sykurlausra drykkja og drykkja í minni skammtastærðum. Sala í helstu vöruflokkum eykst enn og ljóst að neytendur kunna vel að meta vörur fyrirtækisins, þá nýsköpun sem Ölgerðin stendur fyrir og að sama skapi vöruþróun. Ölgerðin hefur sem ætíð fyrr staðið fast gegn óhóflegum verðhækkunum og lagt sig fram um að vinna að betri samningum og hagstæðari innkaupum. Það hefur m.a. leitt til þess að í stað áætlaðrar 4,9% hækkunar á óáfengum framleiðsluvörum um áramótin, gat Ölgerðin lagt sitt af mörkum til komandi kjaraviðræðna með aðeins 3,9% hækkun. Þá hefur hægt eitthvað á erlendum hækkunum, þó blikur séu enn á lofti. Fram undan eru mörg og spennandi tækifæri, m.a. með Collab, en ekki síður Iceland Spring, þar sem fyrirhugað er að auka afkastagetu á næstu árum,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.

Nánari upplýsingar veita:

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri

andri.thor.gudmundsson@olgerdin.is / s.: 665-8010

Jón Þorsteinn Oddleifsson, fjármálastjóri

jon.thorsteinn.oddleifsson@olgerdin.is / s.: 820-6491

Viðhengi



Arshlutareikningur - Q3 2023.pdf
Frettatilkynning - Q3 2023.pdf