Icelandic
Birt: 2022-10-11 17:45:21 CEST
Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.
Árshlutareikningur - 6 mán.

Góður hagnaður Ölgerðarinnar á öðrum ársfjórðungi

Góður hagnaður Ölgerðarinnar á öðrum ársfjórðungi

• Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar var 20,4% hærri á öðrum ársfjórðungi 2022 en á sama tímabili 2021
• Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) hækkaði um 272 milljónir kr. milli tímabila og jókst um 21%
• Aukin sala til hótela og veitingastaða
• Hækkandi hlutdeild Ölgerðarinnar í bjórsölu hjá ÁTVR

Árshlutareikningur samstæðu Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. fyrir tímabilið 1. mars 2022 – 31. ágúst 2022 var samþykktur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi 11. október 2022.

Helstu niðurstöður árshlutareiknings fyrir annan ársfjórðung 2022 (Q2 2022):

▪ EBITDA nam 1.544 millj. kr. samanborið við 1.272 millj. kr. á Q2 2021, sem jafngildir 21% hækkun milli ára.
▪ Eigið fé í lok Q2 2022 nam 9,1 ma. kr. og eiginfjárhlutfall 35,2% samanborið við 32,5% við lok síðasta fjárhagsárs.
▪ Nettó vaxtaberandi skuldir með leiguskuldbindingu voru 7.485 millj. kr. í lok Q2 2022 samanborið við 8.366 millj. kr. í lok árs 2021.
▪ Hagnaður eftir skatta var 887 millj. kr. á öðrum ársfjórðungi og jókst um 28%.


„Við erum afar sátt við niðurstöðu tímabilsins. Það er ánægjulegt að sjá hvað sala til hótela og veitingastaða hefur aukist og greinilegt er að ferðamannaiðnaðurinn er að hafa jákvæð áhrif víða í samfélaginu. Aukin vörusala tímabilsins segir líka sitt um styrkleika samstæðunnar hvað varðar úrval og góða þjónustu. Þá er ljóst að Íslendingar kunna að meta þá gæðabjóra sem Ölgerðin býður upp á eins og sterk staða bjóra Ölgerðarinnar hjá ÁTVR sýnir,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.


Upplýsingar veita Andri Þór Guðmundsson, forstjóri, í síma 665-8010 og Jón Þorsteinn Oddleifsson, fjármálastjóri í síma 820-6491.



Viðhengi



Olgerin - Frettatilkynning Q2.pdf
Olgerin hf. - Arshlutareikningur Q2.pdf