English Icelandic
Birt: 2021-07-01 18:11:33 CEST
Íslandsbanki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Islandsbanki hf.: Árlegt mat Fjármálaeftirlitsins á eiginfjárþörf Íslandsbanka

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands leggur árlega mat á áhættuþætti í starfsemi kerfislega mikilvægra fjármálafyrirtækja í könnunar- og matsferli (e. Supervisory Review and Evaluation Process, SREP). Ferlið felur m.a. í sér mat á eiginfjárþörf fjármálafyrirtækja sem leiðir af sér viðbótareiginfjárkröfu undir 2. stoð (e. Pillar 2).

Niðurstaða þessa árlega ferlis fyrir Íslandsbanka liggur nú fyrir. Bankinn skal frá og með 30. júní 2021 viðhalda viðbótareiginfjárkröfu sem nemur 2,5% af áhættugrunni, sem er hækkun um 0,8 prósentustig frá fyrra mati. Heildareiginfjárkrafa bankans, að teknu tilliti til eiginfjárauka, hækkar við það úr 17,0% í 17,8%.

Hækkunin er að mestu tilkomin vegna tímabundinna áhrifa COVID-19 og vegur að hluta á móti 2,0% lækkun á sveiflujöfnunarauka frá því í mars 2020. Í útgáfulýsingu, er birt var 7. júní 2021, kom fram að bankinn ætti von á því eiginfjárkrafan myndi hækka en þó minna en sem nemur lækkun sveiflujöfnunarauka. Niðurstaðan er því í samræmi við væntingar bankans.

Nánari upplýsingar veita:

Póstlisti Íslandsbanka
Ef þú vilt gerast áskrifandi að kauphallarfréttum Íslandsbanka þá vinsamlegast skráðu þig hér: https://www.islandsbanki.is/is/grein/postlisti_ir

Um Íslandsbanka

Íslandsbanki er alhliða banki sem leggur áherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna og á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1875. Bankinn leggur áherslu á traustan rekstur og að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu en hlutverk bankans er að vera hreyfiafl til góðra verka svo viðskiptavinir okkar nái árangri. Með framtíðarsýnina að vera #1 í þjónustu að leiðarljósi vinna þrjár viðskiptaeiningar þétt saman til þess að viðhalda góðum viðskiptasamböndum. Markaðshlutdeild bankans er sterk og rekur bankinn skilvirkasta útibúanetið á landinu og styður um leið við viðskiptavini sína á stafrænni vegferð þeirra. Umhverfið sem bankinn starfar í er eftirsóknarvert og er Íslandsbanki vel í stakk búinn að takast á við tækifærin framundan með öflugar tæknilegar stoðir og sterkan efnahagsreikning. Íslandsbanki er með lánshæfismatið BBB/A-2 frá S&P Global Ratings.