Published: 2018-07-19 15:50:02 CEST
TM hf.
Innherjaupplýsingar

Fallið frá einkaviðræðum TM um kaup á Lykli fjármögnun

Tryggingamiðstöðin hf. (TM) tilkynnti 22. júní 2018 að félagið hefði lagt fram skuldbindandi kauptilboð í alla hluti í Lykli fjármögnun hf. og 6. júlí 2018 tilkynnti TM að seljandi hlutanna, Klakki ehf., hafi ákveðið að hefja einkaviðræður við TM um kaupin.  Samkomulag hefur nú orðið með aðilum um að falla frá viðræðunum og verður því ekki af kaupum TM á umræddu fyrirtæki.