Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag hækkun á lánshæfismati sértryggðra skuldabréfa útgefnum af Landsbankanum. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því A með stöðugum horfum.
Hækkunin kemur í kjölfar tilkynningar S&P um að umgjörð skilameðferðar á Íslandi sé metin fullnægjandi.
Nánari upplýsingar má finna í tilkynningu S&P sem aðgengileg er á vef bankans, Lánshæfismat Landsbankans - Landsbankinn.