Fossar fjárfestingarbanki hf.: Útgáfa á nýjum skuldabréfaflokkiFossar fjárfestingarbanki hf. hefur lokið sölu á nýjum skuldabréfaflokki FOS 281026 sem gefinn er út undir 12.000.000.000 útgáfuramma bankans. FOS 281026 er almennur skuldabréfaflokkur sem ber 9,2% vexti, sem greiddir eru tvisvar á ári til lokagjalddaga 28. október 2026. Seld voru skuldabréf að nafnverði 1.500 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 9,48%. Skuldabréfin voru seld í einkaútgáfu (e. private placement). Nafnverðseining skuldabréfanna er 20 m.kr. og var útboðið því undanþegið gerð lýsingar á grundvelli c og d-liðar 4. mgr. 1. gr. reglugerðar Evrópusambandsins og ráðsins (ESB) nr. 2017/1129. Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta á markaði Nasdaq Iceland. Markaðsviðskipti Fossa fjárfestingarbanka hf. hafa umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og töku þeirra til viðskipta á markaði Nasdaq Iceland. Grunnlýsing, endanlegir skilmálar og önnur skjöl er varða útgáfu flokksins og umsókn um töku skuldabréfanna til viðskipta í Kauphöll verða þá birt á vefsíðu bankans: www.fossar.is/fjarfestar. Uppgjörsdagur viðskiptanna er áætlaður 28. október 2024.
Nánari upplýsingar:
Ernir Jónsson Fossar fjárfestingarbanki Sími: 832-4002 Netfang: ernir.jonsson@fossar.is Ásgrímur Gunnarsson Fossar fjárfestingarbanki Sími: 832-4040 Netfang: asgrimur.gunnarsson@fossar.is
|