Björgólfur Jóhannsson, forstjóri:
„Reksturinn á þriðja ársfjórðungi gekk vel. Afkoman er betri en gert var ráð fyrir og eru helstu skýringarnar hærri farþegatekjur og hagstæð gengisþróun sem vegur þyngra en neikvæð þróun olíuverðs. Þá eru hagræðingaraðgerðir byrjaðar að skila árangri. Afkoma af leiguflugstarfsemi og fraktflutningum var einnig umfram væntingar. Farþegar félagsins í millilandaflugi voru tæplega 1,5 milljónir og hefur félagið aldrei flutt fleiri farþega á einum ársfjórðungi. Í ljósi bættrar afkomu á þriðja ársfjórðungi og betra rekstrarútlits á síðustu mánuðum ársins hækkum við afkomuspá okkar fyrir árið í 165-175 milljónir USD.
Góð viðbrögð hafa verið á markaðnum við nýjum fargjaldavalkosti, Economy Light, sem Icelandair hóf sölu á nýverið. Við gerum ráð fyrir áframhaldandi vexti á næsta ári í samræmi við stefnu okkar um arðbæran innri vöxt félagsins og flugáætlun Icelandair fyrir árið 2018 verður um 11% umfangsmeiri en á þessu ári. Horfur í flugrekstri félagsins eru óbreyttar. Samkeppni er áfram mikil á N-Atlantshafinu og er gert ráð fyrir áframhaldandi þrýstingi á meðalfargjöld. Félagið hefur hins vegar sýnt að með sveigjanleika og fjárhagslegan styrk að vopni er það vel í stakk búið að takast á við sveiflur í rekstrarumhverfinu.“
Frekari upplýsingar veita:
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sími: 896-1455
Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group, sími: 665-8801