Icelandic
Birt: 2022-03-16 17:34:22 CET
Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Lánasjóður sveitarfélaga - Niðurstaða úr skuldabréfaútboði

Lánasjóður sveitarfélaga lauk í dag, 16. mars 2022, lokuðu útboði á nýjum skuldabréfum í flokknum LSS 39 0303

Skuldabréfaflokkurinn er verðtryggður með föstum 1,0% ársvöxtum og greiðslum á sex mánaða fresti, í fyrsta skipti 3. september 2022. Endurgreiðsla höfuðstóls verður með jöfnum afborgunum á sex mánaða fresti og er fyrsta greiðsla af höfuðstól þann 3. september 2024. Lokagjaldagi er 3. mars 2039.

Útboðið var með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð voru boðin fjárfestum á hæstu ávöxtunarkröfu sem tekin var í flokknum.

Alls bárust 24 tilboð í skuldabréfaflokkinn LSS 39 0303 að nafnvirði 4.260 milljónir króna á ávöxtunarkröfu á bilinu 0,74% - 1,25%. Ákveðið var að taka tilboðum að fjárhæð 1.730 milljónum króna á ávöxtunarkröfunni 0,85%.

Greiðslu- og uppgjörsdagur er fyrirhugaður miðvikudaginn 23. mars 2022.

Markaðsviðskipti Landsbankans höfðu umsjón með sölu skuldabréfanna.

Nánari upplýsingar veita:

Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, í síma 515-4948 eða ottar@lanasjodur.is

Gunnar S. Tryggvason, Verðbréfamiðlun Landsbankans, í síma 410 6709 / 821 2090 eða gunnars@landsbankinn.is