Icelandic
Birt: 2021-08-25 16:14:47 CEST
Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
Árshlutareikningur - 6 mán.

Hagnaður Lánasjóðs sveitarfélaga 248 m.kr. á fyrri hluta ársins 2021

Hagnaður Lánasjóðs sveitarfélaga nam 248 milljónum króna á fyrri árshelmingi 2021 samanborið við 478 milljónir króna á sama tímabili árið 2020. Breyting á milli ára skýrist aðallega af minni gjaldeyrismun vegna styrkingar krónunnar og lækkun vaxta af lánum af eigin fé í kjölfar vaxtalækkana Seðlabanka Íslands.

Heildareignir Lánasjóðsins þann 30. júní voru 160 milljarðar króna samanborið við 144 milljarða í árslok 2020.

Heildarútlán sjóðsins námu 152 milljörðum króna samanborið við 136 milljarða í árslok 2020. Ný útlán á fyrstu 6 mánuðum námu 19,1 milljörðum.

Markaðsverðmæti verðbréfaútgáfu á fyrri hluta ársins var 18,5 milljarðar króna en var 15,2 milljarðar á sama tíma í fyrra.

Eigið fé Lánasjóðsins nam 19,3 milljörðum króna á móti 19,1 milljörðum í árslok 2020. Á aðalfundi sjóðsins þann 26. mars síðastliðinn var ákveðið að greiða ekki arð til hluthafa vegna afkomu ársins 2020.

Vegið eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki er 336% sem nú er reiknað með fullri mildun en í árslok 2020 var hlutfallið 454%. Án mildunar væri hlutfallið 54%. Lánasjóðurinn tilkynnti til kauphallar Nasdaq þann 16. apríl 2020 að hann hefði ákveðið að nýta heimild til mildunar við eiginfjárútreikninga lána með veð í tekjum sveitarfélaga.

Helstu niðurstöður í milljónum króna:  

Rekstur fyrstu 6 mánaða ársins 1.1.-30.6.211.1.-30.6.20
   
Hreinar vaxtatekjur......................................341429
Aðrar rekstrartekjur (gjöld)..........................24158
Almennur rekstrarkostnaður.......................117109
Hagnaður tímabilsins................................248478
   
Efnahagur í lok tímabils 30.jún.2131.des.20
   
Handbært fé................................................2884.349
Ríkisbréf og ríkisvíxlar..................................3.8353.031
Markaðsverðbréf.........................................2.904448
Útlán og kröfur............................................152.429135.722
Aðrar eignir.................................................5144
Eignir samtals...........................................159.506143.593
   
Verðbréfaútgáfa..........................................138.208122.529
Aðrar lántökur.............................................1.9882.003
Skuldir samtals.........................................140.196124.532
   
Eigið fé......................................................19.31019.062
   
CAD- hlutfall.................................................336%454%

 

Framtíðarhorfur

Lánasjóður sveitarfélaga sér fram á áframhaldandi kröftuga eftirspurn eftir útlánum, bæði vegna COVID-19 faraldursins og ýmissa framkvæmda í sveitarfélögum landsins. Lánasjóðurinn mun starfa í meginatriðum líkt og undanfarin ár þar sem unnið hefur verið að eflingu á starfsemi hans og aukinni þjónustu við sveitarfélögin með því að nýta gott lánstraust sjóðsins til að útvega sveitarfélögunum lánsfé á hagstæðum kjörum.

Kynningarfundur

Opinn kynningarfundur fyrir markaðsaðila verður haldinn fimmtudaginn 26. ágúst kl. 12:00 á skrifstofu sjóðsins, Borgartúni 30, 5 hæð. Óttar Guðjónsson framkvæmdastjóri mun kynna afkomu og efnahag sjóðsins ásamt því að svara spurningum. Boðið verður upp á léttan hádegisverð. Boðið er upp á að sækja fundinn rafrænt í gegnum Teams. Þátttakendur eru beðnir um að staðfesta komu sína eigi síðar en 25. ágúst með því að senda t-póst á ottar@lanasjodur.is og tiltaka hvort þeir hyggjast mæta á staðfund eða sækja fundinn rafrænt.

 Nánari upplýsingar veitir: Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, s. 515 4949.

ViðhengiArshlutareikningur Lanasjos sveitarfelaga 30. juni 2021.pdf