Icelandic
Birt: 2021-08-26 15:00:00 CEST
Reykjavíkurborg
Árshlutareikningur - 6 mán.

Reykjavíkurborg – Árshlutareikningur janúar – júní 2021

Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið janúar - júní 2021 var afgreiddur í borgarráði í dag, fimmtudaginn 26. ágúst.

Rekstrarniðurstaða A-hluta var neikvæð um 7.322 mkr en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði neikvæð um 7.994 mkr á tímabilinu. Niðurstaðan er því 672 mkr betri en gert var ráð fyrir.  Frávik frá áætlun skýrist einkum af því að útsvarstekjur voru um 3.115 m.kr. yfir áætlun en launaútgjöld voru 2.610 yfir fjárheimildum sem að hluta til má rekja til aðgerða vegna Covid-19.  Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var neikvæð um 4.754 mkr eða 1.070 mkr betri en áætlun gerði ráð.

Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Reykjavíkurborgar var jákvæð um 11.550 mkr en áætlanir gerðu ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu um 2.269 mkr.  Rekstrarniðurstaðan er því 13.819 mkr betri en gert var ráð fyrir.  Betri rekstrarniðurstöðu má einkum rekja til matsbreytingu fjárfestingaeigna hjá Félagsbústöðum, áhrifa hækkaðs álverðs og tekjufærslu gengismunar vegna styrkingu krónunnar frá áramótum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 6.807 mkr sem er 2.919 mkr betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir.
Heildareignir A- og B-hluta samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok júní 745.378 mkr, heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 397.078 mkr og eigið fé var 348.300 mkr en þar af var hlutdeild meðeigenda 12.979 mkr.  Eiginfjárhlutfallið er nú 46,7% en var 47,0% um síðustu áramót.

Í samræmi við breytingar á reglugerð um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga, sem tóku gildi 1. janúar 2021, eru gerðar breytingar á framsetningu samantekinna reikningsskila borgarinnar.  Reikningsskil byggðasamlaga og sameignarfélaga í meirihlutaeign Reykjavíkurborgar eru í þessum árshlutareikningi færð inn í samantekin reikningsskil Reykjavíkurborgar miðað við hlutfallslega ábyrgð borgarinnar.  Áður voru reikningsskil þessara byggðasamlaga og sameignarfélaga að fullu færð inn í samantekin reikningsskil Reykjavíkurborgar. Breytingin hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu en veltutölur lækka. Áhrifin á samantekinn efnahagsreikning eru að heildareignir og heildarskuldir lækka þar sem áður voru heildareignir og heildarskuldir ofangreindra félaga færðar að fullu inn í samantekinn efnahagsreikning. Eigið fé samtals lækkar sem nemur hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga ofangreindra félaga. Samanburðarfjárhæðum hefur verið breytt til samræmis við breytta framsetningu.

Útbreiðsla COVID-19 faraldursins og áhrif á heimsvísu eru fordæmalaus og hafa haft mikil fjárhagsleg áhrif á Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg hefur sett fram og endurskoðað með reglubundnum hætti sviðsmyndagreiningar um þróun efnahagsmála sem er liður í virkri áhættustýringu borgarinnar. Fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar er sterk og borgin hefur fjárhagslegan styrk til þess að taka á sig veruleg áföll vegna afleiðinga faraldursins. Samkvæmt breytingu á sveitarstjórnarlögum er sveitarstjórn heimilt að víkja frá skilyrðum 1. og 2. tl. 2. mgr. 64 gr. við stjórn sveitarfélagsins árin 2020-2025. Þessi skilyrði varða jafnvægis- og skuldareglu sveitarfélaga.

Reykjavík, 26. ágúst 2021.

Nánari upplýsingar veitir
Halldóra Káradóttir
sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
halldora.karadottir@reykjavik.is

Viðhengi



Arshlutareikningur Reykjavikurborgar 30.6.2021.pdf
Skyrsla fjarmala- og ahttustyringarsvis januar-juni 2021.pdf