English Icelandic
Birt: 2021-10-18 19:13:00 CEST
Arion banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Standard og Poor´s staðfestir lánshæfismat Arion banka, BBB og horfur áfram stöðugar

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor‘s hefur staðfest lánshæfismat Arion banka til langs tíma, lánshæfismatið verður áfram BBB horfur áfram stöðugar.

Helstu athugasemdir frá Standard & Poor´s:

·      Gert er ráð fyrir að Arion banki verði áfram með öfluga eiginfjárstöðu og sterk lausafjárhlutföll. Afkoma bankans verði studd af auknu kostnaðarhagræði, stýringu fjármögnunarkostnaðar, sterkum lánavexti á grundvelli aukinnar spurnar eftir íbúðalánum, umsvifum á fyrirtækja- og fjárfestingabankasviði og virkni á fjármagnsmörkuðum.  


·      Þrátt fyrir að Arion banki sé í góðri stöðu til að njóta góðs af jákvæðri þróun í íslensku efnahagslífi næstu tvö árin, endurspegla stöðugar horfur áframhaldandi óvissu varðandi afleiðingar heimsfaraldursins og þróun ríkisfjármála og peningastefnu.


·      Helstu áhættur liggja í lánveitingum til ferðaþjónustu og atvinnuhúsnæðis. Einnig gæti krefjandi rekstrarumhverfi og samkeppni dregið úr arðsemi. Jafnframt er það mat S&P að lánasafn Arion banka skorti landfræðilega fjölbreytni, þar sem bankinn starfi nær eingöngu á Íslandi og sé þannig háður sveiflukenndu íslensku hagkerfi.


RatingsDirect ArionBank 49596477 Oct 18 2021.pdf
Standard og Poor s stafestir lanshfismat Arion banka BBB og horfur afram stougar.pdf