Published: 2020-02-25 17:13:44 CET
Lykill fjármögnun hf.
Annual Financial Report

Lykill fjármögnun hf. Ársreikningur samstæðu 2019

Afkoma Lykils fjármögnunar hf. á árinu 2019

Stjórn Lykils fjármögnunar hf. samþykkti ársreikning fyrir rekstrarárið 2019 þann 25. febrúar 2020.

Helstu lykiltölur ársreikningsins eru:

Heildar tekjur voru 3.817 m.kr. og hækkuðu um 19,9% frá fyrra ári.

Hreinar vaxtatekjur á tímabilinu voru 1.323 m.kr. og jukust um 11,9% frá árinu 2018.

Tekjur af rekstrarleigu voru 844 m.kr. og jukust um 71 m.kr. frá fyrra ári, eða 9,2%.

Rekstrarkostnaður var 1.291 m.kr. og hækkar um 10,0% frá fyrra ári sem skýrist að hluta af einskiptiskostnaði.

Hrein virðisbreyting var neikvæð um 197 m.kr. en var jákvæð um 438 m.kr. á árinu 2018.

Hagnaður ársins nam 344 m.kr. samanborið við 1.212 m.kr. á árinu 2018 og skýrist munurinn aðallega af virðisbreytingum og bókfærðri tekjuskattsinneign sem kom til hækkunar á hagnaði 2018.

Arðsemi eigin fjár var 2,8%.

Heildareignir í lok tímabilsins voru 43.471 m.kr. og jukust um 5.577 m.kr., eða 14,7%.

Eigið fé í lok árs var 11.847 m.kr.

Reiknað eiginfjárhlutfall (CAD) er 28,1%.


Frekari upplýsingar um félagið má finna á eftirfarandi slóð: https://www.lykill.is/starfsemi/fjarfestatengsl/Attachment


Lykill arsreikningur samstu 2019.pdf