English Icelandic
Birt: 2021-10-21 19:38:12 CEST
Kvika banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Kvika banki hf.: Stækkun skuldabréfaflokksins KVB 21 02

Kvika banki hf. hélt í dag lokað útboð í skuldabréfaflokknum KVB 21 02. Samþykkt tilboð í útboðinu námu samtals 3.220 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 0,95%. Heildarstærð flokksins verður 5.400 m.kr. eftir viðbótarútgáfuna. Skuldabréfin eru verðtryggð, bera fasta 1,00% vexti sem greiddir eru árlega og lokagjalddagi er þann 25. maí 2027.

Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta á Nasdaq Iceland þann 27. október næstkomandi.

Nánari upplýsingar veitir Halldór Karl Högnason, forstöðumaður fjárstýringar í síma 540-3200.