Íþaka fasteignir ehf. hefur stækkað skuldabréfaflokkinn ITHAKA 051233 um 1.060 m.kr. að nafnvirði og er því búið að fullnýta stærð flokksins í 4.300 m.kr. að nafnvirði
ITHAKA 051233 er skráður verðtryggður flokkur og endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára jafngreiðsluferli (e. annuity) og fara greiðslur fram mánaðarlega en eftirstöðvar greiðast að fullu á lokagjalddaga 5. desember 2033.
Stefnt er að uppgjöri viðskiptanna fimmtudaginn 14. mars 2025 og í framhaldinu verður óskað eftir því að stækkunin verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.
Íslandsbanki hafði umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og töku þeirra til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.
Nánari upplýsingar veitir Gunnar Valur Gíslason, framkvæmdastjóri, í síma 822-4403 eða í tölvupósti á gunnarvalur@ithaka.is.