Published: 2016-05-03 19:43:26 CEST
Reginn hf.
Fjárhagsdagatal

Reginn hf. birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2016

Reginn hf. birtir uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2016, eftir lokun markaða miðvikudaginn 11. maí 2016. Um er að ræða breytingu frá áður kynntu fjárhagsdagatali.

Af því tilefni býður Reginn hf. til opins kynningarfundar föstudaginn 13. maí 2016 kl. 8:30 á veitingastaðnum Caruso, Austurstræti 22, 101 Reykjavík

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf., mun kynna uppgjörið og svara spurningum að lokinni kynningu.

Boðið verður upp á léttan morgunverð.

Skráning á kynningarfundinn fer fram í gegnum netfangið fjarfestatengsl@reginn.is

 

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262