Uppgjör Síldarvinnslunnar fyrir fyrsta ársfjórðung 2021
Starfsemin á fyrsta fjórðungi ársins
Helstu niðurstöður úr fjárhagsuppgjöri fyrsta ársfjórðungs
Rekstur
Tekjur á fyrsta ársfjórðungi námu 52,4m USD samanborið við 29,3m USD á sama tímabili í fyrra. Rekstarhagnaður eykst um 28,7m USD á milli tímabila sem skýrist fyrst og fremst af loðnuvertíð. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 19,9m USD eða 37,9% af rekstrartekjum, en var 8,3m USD eða 10,6% á fyrsta ársfjórðungi 2020.
Hagnaður fyrir tekjuskatt var 25,2m USD samanborið við tap að fjárhæð 9,3m USD á fyrsta fjórðungi 2020. Tekjuskattur var 4,2m USD og hagnaður fyrsta ársfjórðungs 2021 því 21,1m USD samanborið við 7,7m USD tap fyrsta fjórðungs 2020.
Efnahagur
Heildareignir félagsins námu 611m USD í lok fyrsta ársfjórðungs 2021. Þar af voru fastafjármunir 482m USD og veltufjármunir 129m USD.
Breyting á veltufjármunum frá lokum árs 2020 er skýrð með lækkun á handbæru fé sem nemur 35,9m USD. Fjárhagsstaða félagsins er sterk og nam eigið fé 356m USD og var eiginfjárhlutfall 58% í lok ársfjórðungsins samanborið við 68% í lok árs 2020. Lokið er við að skuldfæra 52,3m USD vegna SVN-eignafélags í reikningunum 31. mars sl. en þegar eignafélagið var afhent 9. apríl sl. hækkaði eiginfjárhlutfallið í 65%.
Heildarskuldir félagsins voru 255m USD í lok fjórðungsins og hækkuðu um 72m USD sem skýrist af framansögðum aðgerðum vegna SVN-eignafélags. Vaxtaberandi skuldir voru 123,4m USD og hækkuðu um 7,5m USD frá áramótum.
Sjóðstreymi
Handbært fé frá rekstri nam 9,3m USD á fyrsta ársfjórðungi 2021 en var 22,3m USD á fyrsta fjórðungi 2020. Fjárfestingarhreyfingar voru 54m USD á fyrsta ársfjórðungi og skýrast þær helst af kaupunum á Bergi ehf. og smíði á nýjum Berki NK.
Meginniðurstöður í íslenskum krónum
Séu niðurstöður rekstrarreiknings reiknaðar til íslenskra króna á meðalgengi fyrsta ársfjórðungs ársins 2021 (1 USD=128,05 kr) verða tekjur 6,7 milljarðar króna, EBITDA 2,5 milljarðar og hagnaður 2,7 milljarðar. Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar til íslenskra króna á gengi 31. mars 2021 (1 USD=126,31 kr) verða eignir samtals 77,2 milljarðar króna, skuldir 32,3 milljarðar og eigið fé 44,9 milljarðar.
Samþykkt árshlutareiknings
Árshlutareikningurinn var samþykktur á stjórnarfundi Síldarvinnslunnar 31. maí 2021. Árshlutareikningurinn er í samræmi við alþóðlega reikningsskilastaðla (IFRS- International Financial reporting Standards).
Kynningarfundur 31. maí 2021
Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta verður haldinn mánudaginn 31. maí kl. 16:30 í Safnahúsinu í Neskaupstað. Kynningunni verður einnig streymt á netinu á eftirfarandi slóð: Kynningafundur uppgjörs fyrsta ársfjórðungs 2021 - SVN. Slóðina á vefstreymið má einnig finna á heimasíðu Síldarvinnslunnar www.svn.is.
Þá verður hægt að senda spurningar á netfangið fjarfestir@svn.is og reynt verður að svara þeim á kynningarfundinum eftir fremsta megni.
Fjárhagsdagatal
2. ársfjórðungur 2021 – 27. ágúst 2021
3. ársfjórðungur 2021 – 26. nóvember 2021
4. ársfjórðungur 2021 – 25. febrúar 2022
Nánari upplýsingar
Gunnþór Ingvason, forstjóri
Viðhengi