English Icelandic
Birt: 2023-05-25 17:27:00 CEST
Arion banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Arion banki: S&P staðfestir lánshæfismat sértryggðra skuldabréfa Arion banka og breytir horfum úr stöðugum í jákvæðar

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í dag lánshæfismat sértryggðra skuldabréfa Arion banka og breytir horfum úr stöðugum í jákvæðar. Staðfest lánshæfiseinkunn er A.

Ákvörðunin kemur í kjölfar fyrri tilkynningar S&P um breytingu á horfum lánshæfismats ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar þann 12. maí 2023.


Arion banki SP stafestir lanshfismat sertryggra skuldabrefa Arion banka og breytir horfum ur stougum i jakvar.pdf
SP Covered Bond Ratings Update May 25 2023.pdf