English Icelandic
Birt: 2021-07-09 10:00:00 CEST
Nasdaq Nordic
Fjárfestatilkynningar

Nasdaq Iceland býður PLAY velkomið á Nasdaq First North Growth Market

Reykjavík, 9. júlí, 2021 — Nasdaq (Nasdaq: NDAQ) tilkynnir að í dag hefjast viðskipti með hlutabréf Fly Play hf. (auðkenni: PLAY) á Nasdaq First North Growth Market Iceland. Félagið tilheyrir ferða- og frístundageiranum (e. Travel and Leisure) og er 120. félagið sem tekið er til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic* í ár.

PLAY er íslenskt lággjaldaflugfélag, stofnað árið 2019 sem býður upp á flug milli Íslands og Evrópu með áætlanir um að bjóða upp á flug milli Íslands og Norður-Ameríku sem og tengiflug milli Evrópu og Norður-Ameríku. Fyrirtækið styðst við nútímalegt, stafrænt og skilvirkt viðskiptalíkan sem tryggir mikla rekstrarhagkvæmni. Markmið PLAY er að hefja sig til flugs samhliða enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar á alþjóðavísu og að starfsemin verði byggð upp í takt við aukna eftirspurn. Nánari upplýsingar er að finna á www.flyplay.com

„Skráning PLAY markar mjög mikilvæg og spennandi tímamót fyrir okkur,” sagði Birgir Jónsson, forstjóri PLAY. „Frábærar móttökur frá bæði fagfjárfestum og almenningi í hlutafjárútboðinu sýna glöggt þann stuðning sem við höfum fundið fyrir undanfarna mánuði. Skráningin gerir fjárfestum kleift að taka þátt í vaxtarsögu félagsins og verðmætasköpun. Við ætlum okkur að spila stórt hlutverk í uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Íslandi og erum þakklát fyrir að fjárfestar deili þeirri sýn með okkur. Við bjóðum nýja hluthafa hjartanlega velkomna um borð.“

„Við bjóðum PLAY innilega velkomið á Nasdaq First North vaxtarmarkaðinn og óskum félaginu til hamingju með mjög vel heppnað hlutafjárútboð,“ sagði Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland. „PLAY er frábær viðbót við vaxandi markað. Markmið PLAY með skráningunni eru skýr; að laða að fjárfesta og skapa tækifæri til vaxtar, og að byggja upp orðspor um aga, gagnsæi og fagmennsku frá upphafi. Við bjóðum félagið velkomið í Nasdaq fjölskylduna og hlökkum til að styðja það á vegferð þess.“

*Aðalmarkaðir og Nasdaq First North í Nasdaq Copenhagen, Nasdaq Helsinki, Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm.

 

Um Nasdaq

Nasdaq (Nasdaq: NDAQ) er alþjóðlegt tæknifyrirtæki sem þjónar verðbréfamörkuðum og öðrum atvinnugeirum. Fjölbreytt framboð okkar af markaðsgögnum, greiningarvörum, hugbúnaði og þjónustu gerir viðskiptavinum okkar kleift að láta framtíðarsýn þeirra verða að veruleika. Til að fræðast meira um félagið, tæknilausnir og störf hjá okkur, smellið á LinkedIn, Twitter @Nasdaq eða www.nasdaq.com

 

Nasdaq tengiliður:

Baldur Thorlacius

baldur.thorlacius@nasdaq.com

696 3388