English Icelandic
Birt: 2022-11-15 18:16:56 CET
Íslandsbanki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Islandsbanki hf.: Niðurstaða útboðs á grænum almennum skuldabréfum

Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á tveimur flokkum almennra skuldabréfa (e. senior preferred).  Heildareftirspurn í útboðinu var 9.080 m.kr.

Boðnir voru út tveir nýir flokkar ISB GBF 27 1122 og ISB GB 27 1122.

Seld voru skuldabréf að fjárhæð 3.820 m.kr. í flokknum ISB GBF 27 1122. ISB GBF 27 1122 er óverðtryggður skuldabréfaflokkur til 5 ára með lokagjalddaga 22. nóvember 2027. Um er að ræða grænt skuldabréf með mánaðarlegum vaxtagreiðslum og jöfnum afborgunum. Vextir reiknast sem 1 mánaðar REIBOR vaxtagrunnur að viðbættu 125 punkta álagi.

Seld voru skuldabréf að fjárhæð 5.260 m.kr. í flokknum ISB GB 27 1122. ISB GB 27 1122 er óverðtryggður skuldabréfaflokkur til 5 ára. Um er að ræða grænt vaxtagreiðslubréf sem ber fasta árlega 7,70% vexti og fer greiðsla höfuðstóls fram á lokagjalddaga 22. nóvember 2027.

Í tengslum við útboðið bauðst eigendum flokkanna ISB 24 1125 og ISB GB 25 1126 að selja bréf í flokkunum gegn kaupum á skuldabréfum í ofangreindu útboði. Verð á ISB 24 1125 var fyrirfram ákveðið sem 100,00. Verð á ISB GB 25 1126 var fyrirfram ákveðið sem 89,9746.

Bankinn kaupir til baka að nafnvirði 2.860 m.kr. í ISB 24 1125 og 5.460 m.kr. í ISB GB 25 1126, samanlagt 6.300 m.kr. að markaðsvirði.

Áætlaður uppgjörsdagur viðskipta er 22. nóvember 2022.

Stefnt er að skráningu bréfanna á Nasdaq Iceland þann 22. nóvember 2022 og verða þau gefin út undir European Medium Term Notes (EMTN) útgáfuramma bankans.

Andvirði útgáfunnar mun verða notað til lánveitinga sem uppfylla skilyrði sem sett eru fram í sjálfbærum fjármálaramma Íslandsbanka. Frekari upplýsingar má nálgast á vefsíðu bankans: https://www.islandsbanki.is/is/vara/bankinn/fjarmognun-bankans.

Nánari upplýsingar veita: Fjárfestatengsl ir@islandsbanki.is.