Published: 2018-02-21 17:07:52 CET
Festi hf.
Reikningsskil

N1 hf: Hagnaður N1 2.071 milljón króna árið 2017

Helstu niðurstöður:

  • EBITDA að undanskildum kostnaði við kaup á Festi nam 3.605 m.kr. árið 2017 samanborið við 3.625 m.kr. árið 2016
  • EBITDA að undanskildum kostnaði við kaup á Festi nam 844 m.kr. á 4F 2017 samanborið við 675 m.kr. á 4F 2016
  • Framlegð af vörusölu jókst um 2,3% á 4F 2017 sem skýrist að mestu af hagstæðri þróun á heimsmarkaðsverði olíu og auknum umsvifum í bílaþjónustu
  • Selt magn af bensíni og gasolíu minnkaði um 1,6% á milli 4F 2016 og 4F 2017
  • Umferð á þjóðvegum landsins jókst um 10,8% á milli 4F 2017 og 4F 2016
  • Eigið fé var 13.812 m.kr. og eiginfjárhlutfall 49,9% í lok ársins 2017

Nánari upplýsingar er að finna í afkomutilkynningu í viðhengi.


N1 hf - Arsreikningur 31 12 2017.pdf
N1 hf - Afkomutilkynning Q4 2017.pdf
N1 hf - Company announcement Q4 2017.pdf
N1 hf - Financial statement 31 12 2017.pdf