Í flokkinn ARION CB 27 bárust 8 tilboð að fjárhæð 1.720 m.kr. að nafnvirði á ávöxtunarkröfu á bilinu 8,09 - 8,15%. Tilboð að nafnvirði 1.220 m.kr. voru samþykkt á kröfunni 8,13%. Heildarstærð flokksins verður 48.840 m.kr. eftir útgáfuna.
Í flokkinn ARION CBI 30 bárust 12 tilboð að fjárhæð 2.420 m.kr. að nafnvirði á ávöxtunarkröfu á bilinu 3,35 - 3,41%. Tilboð að nafnvirði 2.160 m.kr. voru samþykkt á kröfunni 3,37%. Heildarstærð flokksins verður 18.980 m.kr. eftir útgáfuna.
Í samræmi við útboðstilkynningu bauðst eigendum flokksins ARION CB 24 að selja bréf sín á fyrirfram ákveðna hreina verðinu 99,6985 gegn kaupum í útboðinu. Niðurstaða skiptiútboðs leiðir til þess að Arion banki kaupir 1.240 m.kr. að nafnverði í flokknum ARION CB 24.
Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 13. mars 2024.
Skuldabréfin eru gefin út undir útgáfuramma sértryggðra skuldabréfa. Grunnlýsing útgáfurammans má nálgast hér.
Umsjónaraðili útboðsins er Markaðsviðskipti Arion banka.