English Icelandic
Birt: 2024-03-06 18:00:00 CET
Arion banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Arion banki hf.: Niðurstaða útboðs sértryggðra skuldabréfa

Arion banki hf. lauk í dag útboði á sértryggðu skuldabréfaflokkunum ARION CB 27 og ARION CBI 30 fyrir samtals 3.380 m.kr.

Í flokkinn ARION CB 27 bárust 8 tilboð að fjárhæð 1.720 m.kr. að nafnvirði á ávöxtunarkröfu á bilinu 8,09 - 8,15%. Tilboð að nafnvirði 1.220 m.kr. voru samþykkt á kröfunni 8,13%. Heildarstærð flokksins verður 48.840 m.kr. eftir útgáfuna. 

Í flokkinn ARION CBI 30 bárust 12 tilboð að fjárhæð 2.420 m.kr. að nafnvirði á ávöxtunarkröfu á bilinu 3,35 - 3,41%. Tilboð að nafnvirði 2.160 m.kr. voru samþykkt á kröfunni 3,37%. Heildarstærð flokksins verður 18.980 m.kr. eftir útgáfuna. 

Í samræmi við útboðstilkynningu bauðst eigendum flokksins ARION CB 24 að selja bréf sín á fyrirfram ákveðna hreina verðinu 99,6985 gegn kaupum í útboðinu. Niðurstaða skiptiútboðs leiðir til þess að Arion banki kaupir 1.240 m.kr. að nafnverði í flokknum ARION CB 24. 

Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 13. mars 2024. 

Skuldabréfin eru gefin út undir útgáfuramma sértryggðra skuldabréfa. Grunnlýsing útgáfurammans má nálgast hér

Umsjónaraðili útboðsins er Markaðsviðskipti Arion banka. 


Arion banki hf. Niurstaa utbos sertryggra skuldabrefa.pdf