English Icelandic
Birt: 2023-04-18 17:34:02 CEST
Landsbankinn hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Landsbankinn hf.: Niðurstaða útboðs sértryggðra skuldabréfa

Landsbankinn lauk í dag útboði sértryggðra skuldabréfa þar sem flokkurinn LBANK CB 27 var boðinn til sölu.

Níu tilboð að fjárhæð 2.840 m. kr. að nafnverði bárust á ávöxtunarkröfunni 7,77-7,89%. Tilboðum að fjárhæð 2.640 m. kr. var tekið í flokkinn á ávöxtunarkröfunni 7,83%. Heildarstærð flokksins verður 22.500 m. kr. eftir viðbótarútgáfuna.

Uppgjörsdagur er 25. apríl 2023.

Arion banki, Íslandsbanki og Kvika sinna viðskiptavakt með sértryggða skuldabréfaflokka Landsbankans. Lánshæfiseinkunn sértryggðra skuldabréfa Landsbankans er A með stöðugum horfum samkvæmt mati S&P.

Sértryggðu skuldabréfin eru gefin út með leyfi frá Fjármálaeftirlitinu með vísan í lög nr. 11/2008 og reglur Fjármálaeftirlits nr. 528/2008. Nánari upplýsingar um skuldabréfin og tryggingasafnið má finna á vefsvæði fjármögnunar bankans, Fjármögnun Landsbankans - Landsbankinn.