English Icelandic
Birt: 2023-01-31 11:59:05 CET
Skel fjárfestingafélag hf.
Innherjaupplýsingar

SKEL fjárfestingafélag hf.: Jákvæð afkomuviðvörun

Drög að ársuppgjöri SKEL fjárfestingafélags hf. („SKEL)) fyrir árið 2022 liggja fyrir og samkvæmt þeim mun afkoma eftir skatta nema 14,5 – 15,0 ma.kr. Það er talsvert umfram afkomuspá fyrir árið 2022 sem birt var samhliða uppgjöri fyrsta ársfjórðungs 2022 en þar var hagnaður eftir skatta áætlaður á bilinu 7,6 – 8,3 ma.kr. Ástæðan fyrir þessari breytingu er fyrst og fremst hagnaður vegna uppfærðs verðmats á óskráðum fjárfestingaeignum félagsins sem nemur samtals 9,8 ma.kr. Áætlað eigið fé SKEL í árslok er 33,0 – 33,5 ma.kr. Sjá nánar í meðfylgjandi skjali. 

SKEL fékk utanaðkomandi aðila til að verðmeta óskráðar eignir sem bókfærðar eru á einn milljarð eða meira og var verðmatið unnið af Erlendi Davíðssyni, CFA. Upphaflegur verksamningur var gerður við Birtir Capital Partners, en fluttist svo til Kviku banka þegar Erlendur tók við starfi forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar bankans. Verðmötin miðast við drög að rekstrarniðurstöðu ársins 2022 sem og rekstrar- og fjárfestingaráætlun stjórnenda félaganna fyrir rekstrarárin 2023-2025, auk annarra gagna og viðmiðunarfélaga.

Hafa ber í huga að upplýsingar sem fram koma í tilkynningu þessari eru bráðabirgðamat og ekki byggðar á endanlegu uppgjöri eða endurskoðuðum niðurstöðum. Forsendur og aðstæður geta tekið breytingum og þar af leiðandi getur afkoma félagsins orðið frábrugðin núverandi horfum.

Félagið mun birta ársuppgjör 2022 eftir lokun markaða þann 7. febrúar 2023.

Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri: fjarfestar@skel.is       

Viðhengi



Afkomuvivorun SKEL.pdf