English Icelandic
Birt: 2022-12-02 15:46:43 CET
Kauphöll Íslands hf.
Hlutabréfamarkaður

Nasdaq Iceland samþykkir flutning hlutabréfa Alvotech af First North Iceland yfir á Aðalmarkað Nasdaq Iceland að uppfylltu skilyrði um birtingu lýsingar

Nasdaq Iceland hf. („Kauphöllin“) hefur samþykkt umsókn stjórnar Alvotech um flutning hlutabréfa félagsins af First North Iceland yfir á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Samþykkið er háð því að félagið uppfylli skilyrði að staðfest lýsing verði birt.

Kauphöllin mun tilkynna um fyrsta viðskiptadag með minnst eins viðskiptadags fyrirvara.