Icelandic
Birt: 2021-12-17 15:39:38 CET
Eik fasteignafélag hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Eik fasteignafélag hf.: Sala á nýjum skuldabréfaflokki EIK 24 1

Eik fasteignafélag hf. hefur lokið sölu á nýjum skuldabréfaflokki, EIK 24 1, sem er óverðtryggður skuldabréfaflokkur með lokagjalddaga þann 15. september 2024. Skuldabréfaflokkurinn var seldur á 4,34% ávöxtunarkröfu. Vextir greiðast einu sinni á ári og höfuðstóll skuldabréfsins greiðist í einni greiðslu á lokagjalddaga. Þá mun flokkurinn deila veðsafni með þegar útgefnum skuldabréfaflokkum félagsins og lánum frá fjármálastofnunum.

Seld voru skuldabréf fyrir 3.000 milljónir króna.

Stefnt er að uppgjöri viðskiptanna þann 28. desember næstkomandi og verður óskað eftir því að nýju bréfin verði tekin til viðskipta á Nasdaq Iceland.

Íslandsbanki hafði umsjón með viðskiptunum.

Nánari upplýsingar veitir Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, á netfanginu lydur@eik.is eða í síma 820-8980.