EKKI TIL ÚTGÁFU, BIRTINGAR EÐA DREIFINGAR Í HEILD EÐA AÐ HLUTA, BEINT EÐA ÓBEINT, Í BANDARÍKJUNUM, KANADA, ÁSTRALÍU, SUÐUR AFRÍKU EÐA JAPAN.
Marel hf. („félagið“ eða „Marel“), sem er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, kerfa, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski, tilkynnir í dag að félagið hyggi á almennt hlutafjárútboð og skráningu („útboðið“) í Euronext kauphöllina í Amsterdam, til viðbótar við skráningu sína í Nasdaq kauphöllina á Íslandi. Í útboðinu verða boðnir til sölu allt að 100 milljónir nýrra hluta (sem samsvara um 15% af útgefnu hlutafé). Gert er ráð fyrir að skráning í Euronext kauphöllina í Amsterdam muni fara fram á öðrum ársfjórðungi 2019, háð markaðsaðstæðum.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel:
“Þetta er stór dagur fyrir Marel, þar sem við tilkynnum um fyrirætlanir okkar um hlutafjárútboð og skráningu í Euronext kauphöllina í Amsterdam. Við störfum á ákaflega spennandi vaxtarmarkaði, þar sem aukin fólksfjölgun, stækkun millistéttarinnar og stækkun borgarsamfélaga drífur áfram eftirspurn eftir hágæða matvælum sem eru framleidd á sjálfbæran og hagkvæman hátt. Marel er staðsett í miðju þessara drifkrafta og í samstarfi við viðskiptavini höldum við áfram að kynna hátæknivörur, hugbúnað og þjónustu sem eykur afköst og nýtingu og minnkar sóun. Skráningin í Euronext í Amsterdam mun styðja við markmið okkar um 12% árlegan meðalvöxt tekna á tímabilinu 2017-2026 sem byggir á öflugri markaðssókn og nýsköpun, samvinnu við lykilsamstarfsaðila ásamt kaupum á fyrirtækjum.“
Ásthildur Margrét Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel:
„Þetta er mikilvægur áfangi í sögu Marel sem hefur vaxið frá rótum sínum í Háskóla Íslands í að vera í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. Skráningin í Euronext kauphöllina í Amsterdam kemur til viðbótar við núverandi skráningu á Íslandi og veitir betra aðgengi að alþjóðlegum fjárfestum. Útboð á nýju hlutafé mun einnig styrkja fjárhagsskipan félagsins og veita reynslumiklu stjórnendateymi okkar styrkan grunn og alþjóðlegan gjaldmiðil til að framfylgja metnaðarfullri vaxtarstefnu okkar.”
Helstu atriði úr stefnu og starfsemi
Spennandi markaðir, studdir af náttúrulegum vexti
Marel hefur forystu á heimsvísu í hátæknibúnaði og heildarlausnum fyrir matvælaiðnað sem byggist á áralangri fjárfestingu í nýsköpun og vöruþróun í samstarfi við viðskiptavini
Stór og fjölbreyttur hópur viðskiptavina sem sinnt er af alþjóðlegu sölu- og þjónustuneti og sveigjanleg framleiðsla
Reynslumikið stjórnendateymi hefur náð góðum árangri
Skýr stefna styður við vaxtarmarkmið
Fjárhagsleg markmið
Arðgreiðslustefna
Marel er með stefnu um útgreiðslu arðs, í formi arðgreiðslna eða endurkaupa á hlutafé, sem jafngildir 20-40% af rekstrarniðurstöðu. Síðustu fimm ár hefur útgreiðsluhlutfall félagsins verið á bilinu 20-30% þar sem umframfjármagn hefur verið nýtt til að auka vöxt og verðmætasköpun félagsins. Fyrir rekstrarárið 2018, greiddi Marel hluthöfum arð sem nam 30% af hagnaði ársins, sem var 33% aukning í arði á hlut á milli ára.
Helstu fjárhagsupplýsingar
Milljónir evra | 2016 | 2017 | 2018 | 1F 2019 |
Tekjur | 9705 | 1.038 | 1.198 | 325 |
EBIT1 | 14,4% | 15,2% | 14,6% | 14,6% |
Mótteknar pantanir2 | 1.0065 | 1.144 | 1.184 | 323 |
Pantanabók3 | 350 | 472 | 476 | 475 |
Handbært fé frá rekstri4 | 131 | 153 | 121 | 44 |
Skuldahlutfall | 2,3x | 1,9x | 2,0x | 2,2x |
Heimild: Upplýsingar frá félaginu. Athugasemdir: 1EBIT aðlagað fyrir útdeilingu kaupverðs (e. PPA), þar með taldar niðurfærslur og afskriftir á árunum 2016-2019. PPA vísar í afskriftir óefnislegra eigna vegna fyrirtækjakaupa. 2Pantanir vísa í heildarfjárhæð pantana viðskiptavina vegna kaupa á vélbúnaði, hugbúnaði, þjónustu og varahluta sem skráðar eru á tilteknu tímabili. 3Pantanabók endurspeglar áætlun Marel, á ákveðinni dagsetningu, hverjar framtíðartekjur verða vegna samninga um sölu á vélbúnaði, hugbúnaði, þjónustu og varahlutum, sem hafa verið fjárhagslega tryggðir með innborgun eða tryggingum samkvæmt samningsákvæðum þar að lútandi. Slíkt mat endurspeglar áætlaðar heildarfjárhæðir samkvæmt slíkum samningum að frádregnum fjárhæðum sem færðar eru til tekna í bókum Marel á sömu dagsetningu. 4Handbært fé frá rekstri er skilgreint sem reiðufé frá rekstri að frádregnum sköttum og nettó fjárfestingum. 5Pro-forma aðlögun vegna kaupa félagsins á MPS voru 1.013 milljónir evra vegna pantana og 983 milljónir evra vegna tekna árið 2016.
Samsetning hluthafahóps
Samkvæmt hluthafaskrá voru hluthafar Marel 2.464 talsins þann 17. maí 2019. Tíu stærstu hluthafarnir fara með 66,5% hlut en þar af eiga íslenskir lífeyrissjóðir 38,4% hlut í félaginu. Kjölfestuhluthafinn, Eyrir Invest hf. er eigandi 28,4% útgefinna bréfa í Marel en þar á eftir koma Lífeyrissjóður verslunarmanna (9,9%) og Gildi (5,7%).
Þann 17. maí 2019 átti Marel 11.126.814 (1,7%) eigin hluti. Frjálst flot hluta í Marel var 71,6%.
Á aðalfundi félagsins 2019 samþykktu hluthafar tillögu um hlutafjárhækkun að nafnvirði allt að 100 milljónir króna með útgáfu nýrra hluta. Hluthafar samþykktu á þeim sama fundi að falla frá forgangsrétti sínum til áskriftar að hinum nýjum hlutum sem boðnir verða til sölu í útboði í tengslum við tvíhliða skráningu hlutabréfa félagsins í Euronext kauphöllinni í Amsterdam.
Um fyrirhugað útboð og skráningu
Umsjónaraðilar (e. Joint Global Coordinators) útboðsins og skráningarinnar í Euronext kauphöllina í Amsterdam eru Citi og J.P. Morgan. Sameiginlegir sölutryggjendur (e. Joint Bookrunners) eru ABN Amro, ING og Rabobank. Sameiginlegir aðalumsjónaraðilar (e. Joint Lead Managers) og umsjónaraðilar almenns útboðs á Íslandi eru Arion banki og Landsbankinn. STJ Advisors eru óháðir fjármálaráðgjafar Marel í tengslum við útboðið og skráninguna í Euronext í Amsterdam.
Nánari upplýsingar veita :
Fjárfestatengsl
Tinna Molphy
IR@marel.com og sími 563 8001.
Almannatengsl
Auðbjörg Ólafsdóttir
audbjorg.olafsdottir@marel.com og sími 853 8626
Um Marel
Marel er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, heildarlausna, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. Hjá félaginu starfa yfir 6000 manns í yfir 30 löndum, þar af um 720 á Íslandi.
Marel velti 1,2 milljarði evra árið 2018 en árlega fjárfestir Marel um 6% af veltu í nýsköpun og vöruþróun sem styður við aukna hagkvæmni, öryggi og sjálfbærni í matvælavinnslu. Félagið var skráð í Kauphöll Íslands árið 1992 og hluthafar félagsins eru um 2500 talsins.
Athygli fjárfesta er vakin á eftirfarandi:
Sé misræmi á milli tilkynninga félagsins á íslensku annars vegar og ensku hins vegar, skal enska útgáfan gilda þar sem tilkynningar eru þýddar af ensku yfir á íslensku.
FYRIRVARI
Kynningarefni þetta eru ekki ætlað til útgáfu, dreifingar eða birtingar, hvort sem það er beint eða óbeint, í heild eða að hluta, í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Suður-Afríku, Japan eða öðrum lögsagnarumdæmum þar sem slík háttsemi kynni að brjóta gegn gildandi lögum.
Kynningarefni þetta er einungis ætlað til upplýsinga og er ekki ætlað að jafngilda, og ætti ekki að skilja sem, tilboð til að selja eða tilraun til að falast eftir tilboðum til að kaupa verðbréf í Marel hf. („félagið“, og verðbréf í félaginu „verðbréfin“) í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Suður-Afríku, Japan eða öðrum lögsagnarumdæmum þar sem slíkt tilboð, tilraun til að falast eftir, eða sala kynni að vera ólögleg án undangenginni skráningu, undanþágu frá skráningu eða að öðru leyti samkvæmt verðbréfareglum þess lögsagnarumdæmis.
Verðbréfin eru ekki, og munu ekki verða, skráð á grundvelli bandarískra laga um verðbréf frá 1933 (e. U.S. Securities Act 1933), með síðari breytingum („bandarísku verðbréfalögin“) og mega ekki vera boðin eða seld í Bandaríkjunum án skráningar eða að fenginni undanþágu frá skráningarskilyrðum bandarísku verðbréfalaganna. Félagið hefur engar fyrirætlanir um að skrá hluta af útboðinu í Bandaríkjunum eða að framkvæma almennt útboð í Bandaríkjunum.
Í Bretlandi er þessu skjali, auk annars kynningarefnis í tengslum við verðbréfin, einungis dreift til, og beint að, auk þess sem hvers kyns fjárfesting eða fjárfestingarstarfsemi sem þetta skjal varðar verður einungis aðgengileg, „hæfum fjárfestum“ (eins og þeir eru skilgreindir í gr. 86(7) í breskum lögum um fjármálaþjónustu og markaði frá 2000 (e. Financial Services and Markets Act 2000) og sem eru (i) aðilar með starfsreynslu í málum tengdum fjárfestingum sem falla undir skilgreininguna „fjárfestingasérfræðingar“ í gr. 19(5) í breskum lögum um fjármálaþjónustu og markaði (fjárhagsleg kynning) Skipun 2005 (e. Order 2005) („skipunin“); eða (ii) lögaðilar með hátt hreint virði sem falla undir gr. 49(2)(a) í (d) lið skipunarinnar (allir slíkir aðilar eru hér eftir nefndir „viðeigandi aðilar“). Aðilar sem eru ekki viðeigandi aðilar ættu hvorki að framkvæma aðgerðir á grundvelli þessa skjals né styðjast við það að öðru leyti.
Félagið hefur ekki heimilað hvers kyns útboð verðbréfanna til almennings í neinu aðildarríki evrópska efnahagssvæðisins fyrir utan Holland og Ísland. Að því er tekur til aðildarríkja evrópska efnahagssvæðisins, að Hollandi og Íslandi undanskildu, sem innleitt hafa lýsingarreglugerðina (e. Prospectus Directive) („viðeigandi aðildarríki“), hefur engin aðgerð verið, eða mun verða, framkvæmd í þeim tilgangi að bjóða almenningi verðbréfin, sem kynni að virkja skyldu til birtingar lýsingar í neinu viðeigandi aðildarríki (i) til lögaðila sem falla undir skilgreiningu lýsingarreglugerðarinnar á „hæfum fjárfesti“; eða (ii) undir öðrum kringumstæðum sem falla undir gr. 3(2) lýsingarreglugerðarinnar. Á grundvelli þessa ákvæðis tekur hugtakið „útboð verðbréfa til almennings“ til hver skyns samskipta, í hvaða formi sem er og með hvaða hætti sem er, sem innihalda upplýsingar um skilyrði útboðsins og verðbréfin sem boðin eru út sem myndi gera fjárfesti kleift að nýta, kaupa eða skrá sig fyrir verðbréfum, eins og það kann að vera skilgreint í því aðildarríki samkvæmt þeirri réttarheimild sem innleiðir lýsingarreglugerðina í því aðildarríki. Hugtakið „lýsingarreglugerðin“ þýðir Reglugerð 2003/71/EB (með síðari breytingum, þ.m.t. Reglugerð 2010/73/EB, að því marki sem hún hefur verið innleidd í viðeigandi aðildarríki), og tekur jafnframt til allra þeirra framkvæmdaráðstafana sem viðeigandi aðildarríki hefur innleitt.
Engin aðgerð hefur verið framkvæmd af hálfu félagsins sem myndi leyfa útboð verðbréfanna, umráð eða dreifingu þessa kynningarefnis eða hvers kyns útboðs eða kynningarefnis í tengslum við verðbréfin, í þeim lögsagnarumdæmum þar sem skylt er að taka til slíkra aðgerða.
Útgáfa, birting eða dreifing þessa kynningarefnis kann að vera takmörkuð af gildandi lögum ákveðinna lögsagnarumdæma og ættu aðilar innan þeirra lögsagnarumdæma þar sem slíkt efni er gefið út, birt eða dreift, að kynna sér þær takmarkanir.
Þessi tilkynning jafngildir ekki lýsingu. Tilboð um kaup á verðbréfum verður gert í kjölfar fyrirhugaðs útboðs og ættu fjárfestar að framkvæma fjárfestingu sína einungis á grundvelli upplýsinga sem birtar verða í lýsingunni sem verður aðgengileg í Hollandi og á Íslandi í tengslum við útboðið. Þegar lýsingin verður gerð aðgengileg verður hægt að nálgast afrit af henni hjá félaginu eða á vefsíðu félagsins, að kostnaðarlausu.
Citigroup Global Markets Limited og J.P. Morgan Securities plc (hinir „alþjóðlegu söluráðgjafar“), ABN AMRO Bank N.V., ING Bank N.V. og Cooperative Rabobank U.A. (ásamt alþjóðlegu söluráðgjöfunum, hinir „sameiginlegu sölutryggjendur“) og Arion Banki hf. og Landsbankinn hf. (hinir „sameiginlegu aðalumsjónaraðilar“, og ásamt hinum alþjóðlegu söluráðgjöfum og sameiginlegu sölutryggjendum nefndir „umsjónaraðilarnir“) starfa einungis fyrir félagið, og engan annan, í tengslum við útboðið eða verðbréfin og verða einungis ábyrgir gagnvart félaginu til að veita þeim þá vernd sem veitt er viðskiptavinum eða til að veita ráðgjöf í tengslum við útboðið eða viðskipti eða um það fyrirkomulag sem getið er í þessu skjali.
1 Markaðsupplýsingar byggja á mati Marel á utanaðkomandi heimildum og gögnum, svo sem gögnum frá rannsóknastofnunum, upplýsingum frá stjórnvöldum og öðrum opinberum upplýsingum, að meðtöldum upplýsingum frá Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna (e. the United States Department of Agriculture), Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu Þjóðanna (e. the Food and Agriculture Organisation of the United Nations), Brookings, the Groundfish Forum og Ragnar Tveterås.
2 Pantanabók endurspeglar áætlun Marel, á ákveðinni dagsetningu, um framtíðartekjur vegna samninga um sölu á vélbúnaði, hugbúnaði, þjónustu og varahlutum, sem hafa verið fjárhagslega tryggðir með innborgun eða tryggingum samkvæmt samningsákvæðum þar að lútandi. Slíkt mat endurspeglar áætlaðar heildarfjárhæðir samkvæmt slíkum samningum að frádregnum fjárhæðum sem færðar eru til tekna í bókum Marel á sömu dagsetningu.
3 Hlutfall pantana og tekna er fengið með því að deila í virði pantana á ákveðnum tíma með reikningsfærðum tekjum á sama tíma.