Seldir voru 2.560 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 4,44% í flokknum ARION 28 1512 sem er verðtryggt vaxtagreiðslubréf með vaxtagreiðslum tvisvar á ári. Lokagjalddagi er 15. desember 2028. Heildarstærð flokksins verður 11.300 m.kr. eftir útgáfuna.
Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 18. júní 2024.
Skuldabréfin eru gefin út undir 3,0 milljarða evra Euro Medium Term Notes (EMTN) útgáfuramma bankans. Grunnlýsingu EMTN rammans má nálgast hér: EMTN Grunnlýsing
Umsjónaraðili útboðsins er Markaðsviðskipti Arion banka.