Útgáfuáætlun Reykjavíkurborgar 2024Borgarráð samþykkti á fundi sínum 11. janúar 2024 útgáfuáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024. Samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að borgarsjóður taki lán fyrir allt að 16.500 m.kr. á árinu.
Gert er ráð fyrir að lántakan verði framkvæmd með stækkun á virkum skuldabréfaflokkum borgarsjóðs, með útgáfu á nýjum skuldabréfaflokkum eða með öðrum hætti sem álitinn er hagkvæmur út frá markaðsaðstæðum hverju sinni. Skuldabréfaútboð Reykjavíkurborgar eru fyrirhuguð á eftirfarandi dögum: 24. janúar 14. febrúar 6. mars 3. apríl 22. maí 26. júní 14. ágúst 18. september 30. október 13. nóvember 4. desember Tilkynnt verður um fyrirkomulag einstakra útboða í fréttakerfi NASDAQ OMX á Íslandi að lágmarki 1 virkum degi fyrir útboð. Reykjavíkurborg áskilur sér allan rétt til að víkja frá áætlun þessari og mun þá tilkynna um breytingar þar að lútandi í fréttakerfi NASDAQ OMX á Íslandi. Nánari upplýsingar gefur: Bjarki Rafn Eiríksson Skrifstofa fjárstýringar og innheimtu bjarki.rafn.eiriksson@reykjavik.is
|