English Icelandic
Birt: 2023-09-04 19:35:00 CEST
Íslandsbanki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Íslandsbanki hf.: Niðurstaða útboðs víkjandi skuldabréfa í íslenskum krónum

Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á víkjandi skuldabréfum sem telja til eiginfjárþáttar 2 (e. Tier 2), fyrir samtals 9.600 m.kr. Heildareftirspurn í útboðinu var 13.660 m.kr.

Seldir voru 9.600 m.kr. á kröfunni 5,80% í flokknum ISB T2I 34 0912, sem er verðtryggt vaxtagreiðslubréf með árlegri vaxtagreiðslu. Lokagjalddagi er 12. september 2034 og hefur útgefandi innköllunarheimild þann 12. september 2029 og á öllum vaxtagjalddögum þar á eftir.

Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta á Nasdaq Iceland þann 12. september 2023.

Umsjónaraðili útboðsins var Verðbréfamiðlun Íslandsbanka.


Islandsbanki hf. Niurstaa utbos vikjandi skuldabrefa i islenskum kronum.pdf