Marel kynnir afkomu annars ársfjórðungs 2024 (allar upphæðir eru í evrum)
Meginatriði
Helstu atriði í afkomu á öðrum ársfjórðungi 2024 (2F24)
Helstu atriði á afkomu á fyrri helmingi ársins 2024 (1H24):
[1] Rekstrarniðurstaða og EBITDA aðlöguð fyrir afskrift á óefnislegum eignum tengdum yfirtökum (PPA), kostnaði tengdum yfirtökum og einskiptiskostnaði vegna endurskipulagningar. Á fjórða ársfjórðungi 2023 og fyrsta ársfjórðungi 2024 er rekstrarniðurstaða jafnframt leiðrétt fyrir kostnaði tengdum endurskipulagningu á vöruframboði félagsins.
[2] Nettó skuldir (án leiguskuldbindinga) / Pro forma leiðrétt EBITDA síðustu 12 mánaða (að yfirteknum félögum meðtöldum) án óreglulegra liða samkvæmt lánasamningum Marel.
Finna má ítarlegri umfjöllun um rekstur og afkomu félagsins í enskri útgáfu fréttatilkynningarinnar sem finna má í viðhengi (íslenska útgáfan veitir aðeins stutt yfirlit yfir helstu þætti uppgjörsins, horfur, fjárfestafund og fjárhagsdagatal).
Árni Sigurðsson, forstjóri Marel:
„Það er ánægjulegt að sjá bætta rekstrarframlegð á milli ársfjórðunga í kjölfar þeirra aðgerða sem við höfum farið í til að bæta reksturinn. Rekstrarumhverfið er áfram krefjandi og litað af óvissu sem endurspeglast í lægri mótteknum pöntunum. Við erum hins vegar viss um að rekstrarskilyrði viðskiptavina okkar fari batnandi sem muni skila sér í auknum pöntunum á seinni helmingi ársins, sérstaklega undir lok þessa árs og inn á það næsta. Í ljósi þess hve fyrri hluti árs fer rólega af stað gerum við nú ráð fyrir hóflegum samdrætti tekna á yfirstandandi rekstrarári og að EBITDA framlegð ársins verði 13-14% og EBIT framlegð 9-10%. Til lengri tíma litið og eftir því sem horfur fara batnandi, er ég sannfærður um að leiðandi staða Marel á þeim vaxtarmörkuðum sem félagið starfar og skýr stefna félagsins muni tryggja að markmið okkar til meðallangs tíma náist.
Samhliða daglegum rekstri hefur margt mikilvægt gerst á fjórðungnum í tengslum við mögulega sameiningu við JBT en undir lok júní lagði JBT fram valfrjálst yfirtökutilboð í alla hluti í Marel. Við væntum þess að viðskiptin gangi í gegn fyrir lok árs og horfum björtum augum á sameiningu félaganna í því augnamiði að bæta þjónustu við viðskiptavini með hagsmuni allra haghafa að leiðarljósi. Ég vil þakka hinu frábæra starfsfólki Marel um allan heim fyrir sitt mikilvæga starf og áræðni í síbreytilegu rekstrarumhverfi. Saman vinnum við ótrauð áfram að markmiðum okkar og þeirri framtíðarsýn að umbylta matvælavinnslu á heimsvísu.“
Áframhaldandi óvissa til skemmri tíma, uppfærðar horfur fyrir rekstrarárið 2024
Markaðsaðstæður eru áfram krefjandi í ljósi spennu á alþjóðavettvangi, verðbólgu og hárra vaxta sem skapar áframhaldandi óvissu til skemmri tíma. Þetta endurspeglast í lægri mótteknum pöntunum á fyrri hluta árs sem voru undir væntingum.
Gert er ráð fyrir bata í mótteknum pöntunum á seinni helmingi ársins í ljósi betri horfa á markaði og rekstrarskilyrða viðskiptavina okkar, sérstaklega í alifuglaiðnaði. Til að ná fram vexti í tekjum og bættri afkomu þarf að byggja upp pantanabók félagsins.
Í ljósi þróunar á fyrri árshelmingi hefur Marel endurskoðað horfur sínar fyrir rekstrarárið 2024 og reiknar nú með hóflegum (e. low single digit) samdrætti í tekjum, að EBITDA framlegð ársins verði á bilinu 13-14% og EBIT framlegð verði á bilinu 9-10%.
Til meðallangs tíma litið eru horfur óbreyttar. Skortur á vinnuafli og hækkun launakostnaðar hjá viðskiptavinum okkar samhliða aukinni áherslu á sjálfvirkni, róbótatækni og stafrænar lausnir sem tryggja örugg matvæli sem unnin eru á sjálfbæran hátt, munu halda áfram að styðja við vaxtarhorfur félagsins til lengri tíma litið.
Afkomufundur með markaðsaðilum – beint streymi
Fimmtudaginn 25. júlí 2024 kl. 8:30 verður haldinn afkomufundur í beinu streymi fyrir fjárfesta og markaðsaðila. Þar munu Árni Sigurðsson forstjóri og Sebastiaan Boelen fjármálastjóri kynna afkomu félagsins og helstu atriði úr rekstri á öðrum ársfjórðungi.
Athugið að fundurinn verður eingöngu rafrænn. Fundinum verður streymt beint á Zoom og upptaka af fundinum verður aðgengileg á marel.com/ir eftir fundinn.
Skráning fer fram hér.
Fjárhagsdagatal
Gögn um markaðshlutdeild
Yfirlýsingar um markaðshlutdeild, þar með taldar þær sem varða samkeppnisstöðu Marel, byggjast á utanaðkomandi heimildum og gögnum, svo sem gögnum frá rannsóknastofnunum, iðnaðar- og sölunefndum og hópum, ásamt mati stjórnenda Marel. Séu upplýsingar ekki tiltækar fyrir Marel kunna slíkar yfirlýsingar að vera byggðar á áætlunum og mati utanaðkomandi aðila og/eða stjórnenda. Markaðsstaða er byggð á sölutölum nema annað sé tekið fram.
Athygli fjárfesta er vakin á eftirfarandi:
Sumar staðhæfingar í þessari fréttatilkynningu kunna að vera byggðar á mati og áætlunum stjórnenda félagsins en ekki á staðreyndum sem hægt er að sannreyna við birtingu hennar. Í eðli sínu fela slíkar staðhæfingar því í sér óvissu. Vakin er athygli fjárfesta á því að margir þættir geta haft þau áhrif að rekstrarumhverfi og afkoma verði með öðrum hætti en forsendur gera ráð fyrir í þessari tilkynningu. Tilkynningin verður ekki endurskoðuð eftir birtingu hvað þetta varðar.
Fjárfestatengsl
Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið ir@marel.com og í síma 563 8001.
Um Marel
Marel (NASDAQ: MAREL; AEX: MAREL) er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu. Marel var stofnað árið 1983 og hjá félaginu starfa um 7.300 starfsmenn í yfir 30 löndum (þar af um 800 starfsmenn á Íslandi) og þjónusta viðskiptavini í yfir 140 löndum. Lykilmarkaðir félagsins eru í vinnslu alifugla, kjöts, fisks, gæludýrafóðurs, plöntupróteina og fóðurs fyrir fiskeldi. Félagið er skráð í Kauphöll Íslands og Euronext Amsterdam og skilaði 1,7 milljarði evra í tekjur árið 2023 (257 milljarðar króna), en 46% af heildartekjum koma frá þjónustu og varahlutum. Árlega fjárfestir Marel 5-6% af tekjum í nýsköpun og vöruþróun, eða um 15 milljörðum króna árið 2023, með áherslu á sjálfvirkni, róbótatækni og stafrænar lausnir sem tryggja örugg matvæli sem unnin eru á hagkvæman og sjálfbæran hátt. Frekari upplýsingar má finna á marel.com/ir.