Published: 2013-06-07 19:00:52 CEST
Reginn hf.
Fyrirtækjafréttir

Kaupum Regins hf. á fasteignafélaginu Summit ehf. lokið

Í tilkynningu Regins þann 24. maí sl. kom fram að Reginn hf. hefði undirritað kaupsamning við Summit ehf. um kaup á félaginu. Kaupsamningurinn var með fyrirvara um samþykki stjórnar Regins auk samþykkis Samkeppniseftirlitsins.

Nú liggur fyrir samþykki stjórnar Regins hf., auk niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins en þar kemur fram að Samkeppniseftirltið telur að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna samruna Regins hf. og Summit ehf. á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson

Forstjóri Regins hf.

S: 512 8900 / 899 6262