Helstu niðurstöður
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi:
"Við erum mjög ánægð með rekstrarniðurstöðuna á öðrum ársfjórðungi þar sem öll félög Festi voru að gera mun betur en á sama tíma í fyrra og einnig betur en væntingar okkar voru fyrir annan ársfjórðung 2021. Sjóðsstreymi og fjárhagsleg staða félagsins er mjög sterk.
Starfsfólk okkar hefur staðið sig vel að venju og sýnt mikla þrautseigju við krefjandi aðstæður. Við náðum að klára söluskilyrði sáttar við Samkeppniseftirlitið frá 30. júlí 2018 í lok maí, með sölu verslunar Kjarvals á Hellu þar sem heimsfaraldurinn hafði talsverð áhrif. Samkomulag við Reykjavíkurborg um fækkun bensínstöðva var undirritað í lok júní eftir viðræður sem stóðu yfir í nokkur ár. Það er mat okkar að sá samningur sé félaginu hagstæður og mikilvægur í þeim orkuskiptum sem við stöndum frammi fyrir. Stefna Festi er að vera leiðandi þegar kemur að umhverfismálum og samfélagslegri ábyrgð." segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi.
Nánari upplýsingar er að finna í afkomutilkynningu í viðhengi.
Viðhengi